is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26318

Titill: 
 • Val viðfangsefna í textílmennt : áhugi og bakgrunnur textílkennara
 • Titill er á ensku Choice of subjects in textile craft-art : interest and background of textile teachers
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að skoða áhrif og að hvaða marki áhugi og bakgrunnur textílkennara hafa á val viðfangsefna í textílmennt. Til að skoða það nánar var kannað sérstaklega verkefnaval í 3.-7. bekk og spurt var út í menntun kennara og þeirra eigin skilgreiningu á áhugasviði, styrkleikum og veikleikum. Skólanámskrár skólanna voru skoðaðar í samanburði við hæfniviðmið textílmenntar í núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla og bornar saman við svör kennaranna um verkefnaval.
  Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út Aðalnámskrá grunnskóla í þeim tilgangi að leggja línurnar um markmið og fyrirkomulag skólastarfs í grunnskóla. Í greinahluta aðalnámskrárinnar sem kom út árið 2013 eru sett fram hæfniviðmið fyrir textílmennt við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Þeim er ætlað að auðvelda kennurum að meta þá leikni og hæfni sem nemendur eiga að tileinka sér innan hvers námskeiðs eða námsviðs. Hæfniviðmiðin fyrir textílmennt eru opin og veita kennurum aukið svigrúm en áður til að haga kennslunni sem eykur fjölbreytni í útfærslu og er ætlaður sem stuðningur við ólíka kennsluhætti í kennslu.

  Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði í formi viðtala sem áttu sér stað á þriggja vikna tímabili, frá apríllok og fram í byrjun maí árið 2016. Viðmælendur voru sex textílkennarar víðs vegar af höfuðborgarsvæðinu sem kenna 3.-7. bekk í textílmennt. Textílkennararnir höfðu allir margra ára starfsreynslu sem kennarar í faggreininni. Auk viðtalanna voru skólanámskrár skólanna skoðaðar til að bera saman þau hæfniviðmið sem þar eru við hæfniviðmið núgildandi Aðalnámskrá grunnskóla.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhugi og bakgrunnur kennara hafi mikil áhrif á verkefnaval í textílmennt. Í verkefnavali hvers kennara mátti sjá nýtingu á styrkleikum og áhugasviði þeirra. Áherslurnar voru byggðar á menntun kennaranna og voru ríkjandi í verkefnavali og fóru þeir að mörgu leyti eftir hæfniviðmiðum textílmenntar í núgildandi aðalnámskrá. Lítil sem engin áhersla var lögð á flokkinn menning og umhverfi í aðalnámskránni. Í ljós kom að viðfangsefni sem voru ríkjandi í kennslu í textílmennt skólaárið 2015-2016 voru prjón, vélsaumur, útsaumur og þæfing.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim and purpose of this study is to examine the effects and to what extent interest and background of textile teachers has on the choice of subjects in textile craft-art. The teachers were asked about their education, interests and how they would define their own strengths and weaknesses in the subject as well as how they chose the projects for children in 3rd to 7th grade. The school curriculum was examined in comparison with learning outcomes of textile craft-art in the current curriculum and compared with the teachers’ responses.
  Ministry of Education issued the National Curriculum in order to highlight the objectives and organization of school activities. The latest curriculum, published in 2013, sets out qualification criteria for textile craft-art at the end of the 4th, 7th and 10th grade. The qualifications help teachers to assess the skills and abilities that students should learn in each course of study or field. The qualifications for textile craft-art are open and give teachers greater scope than before to diversify the teaching.
  The study is based on a qualitative methodology carried out with interviews during a three week period from April to May 2016. The six respondents were textile teachers from around the capital region who teach children in their 3rd to 7th year of school in textile craft-art. All teachers had many years of experience in teaching textile craft-art. In addition to the interviews, the schools’ curriculums was compared with the expected learning outcomes outlined in the new education policy from 2013.
  The results indicate that interest and background of textile teachers has a major impact on the choice of projects in textile craft-art at the elementary level. Choosing a project was in every case based on the teacher strengths and interest. The emphasis in class was dependant on the teachers’ education which, to some extent, was in accordance with current National Curriculum. However, there was little as none focus on culture and environment witch was one of the criteria in the curriculum. Subjects that were prevalent in textile craft-art the school year 2015-2016 were knitting, sewing, embroidery and felting.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed Val viðfangsefna í textílmennt Ingunn Elísabet.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir skemmuna INGUNN ELÍSABET.pdf104.35 kBLokaðurYfirlýsingPDF