is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26322

Titill: 
  • „Upplýsingar sem ég hef hér eru ekki mínar“ : um þagnarskyldu kennara og trúnað við nemendur og fjölskyldur þeirra
  • Titill er á ensku “The information I have here are not mine” : on teacher confidentiality and confidentiality to students and their families
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um þagnarskyldu kennara. Markmið hennar var að kanna hvernig farið er með framkvæmd þagnarskyldunnar innan grunnskóla og viðhorf kennara til hennar og þeirra laga og reglna sem í gildi eru. Um er að ræða eigindlegra rannsókn sem fólst í viðtölum við fimm kennara og tvo skólastjóra við tvo íslenska grunnskóla. Lykilhugtök sem koma fram eru fagmennska kennara, þagnarskylda og trúnaðarbrot.
    Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir töldu sig þekkja lög og reglur um þagnarskylduna ágætlega. Skiptar skoðanir voru hins vegar um það hvort að þeim fyndust lögin og reglurnar vera skýrar. Kennararnir sem rætt var við líta á þagnarskylduna sem mikilvægan þátt starfs síns. Það skiptir kennarana máli að vanda sig við hvern, hvar og hvernig þeir ræða um nemendur sína. Mál sem eru bundin þagnarskyldu geta reynst kennurum þungbær en reynslumiklir kennarar eiga auðveldara með að fást við erfið mál og gæta trúnaðar. Umræða um þagnarskylduna innan skólanna er nokkur. Hvorki kennararnir né skólastjórnendurnir gátu nefnt dæmi þar sem kennari hafi brotið trúnað. Erfitt getur verið að sanna trúnaðarbrot þar sem oft er um að ræða orð gegn orði. Skólastjórarnir voru ekki sammála um hvernig eigi að taka á broti á trúnaði og hvorki kennarar né skólastjórnendur virtust gera sér grein fyrir alvarleika þess sé þagnarskylda brotin.
    Kennarar hafa kallað eftir aukinni virðingu við stéttina og það hvernig þeir nálgast þagnarskylduna gæti skipt verulegu máli fyrir þá sem fagstétt. Lagaramminn um þagnarskylduna krefst túlkunar og því er mikilvægt að um sameiginlega túlkun verði að ræða. Fagleg umræða um þagnarskylduna er því nauðsynleg.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf910.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16-signed.pdf443.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF