is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26323

Titill: 
  • „Þetta eru þeir sem að leiða og draga vagninn“ : hvernig gegna leiðtogateymi í innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogs hlutverki sínu?
  • Titill er á ensku ″These are the ones that lead the way“ : how do leader teams in the implementation of tablets in Kópavogur´s primary school fulfill their roles?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skólaárið 2015-2016 hófst innleiðing spjaldtölva í grunnskóla Kópavogs. Í öllum skólunum voru stofnuð leiðtogateymi en í þeim starfa að mestu leyti kennarar. Hlutverk teymanna er að koma að stefnumótun með stjórnendum, styðja við kennarahópinn og vera tengiliður milli kennara innan skólans og kennsluráðgjafa sem skólinn hefur aðgengi að. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á upplifun kennara og stjórnenda á hvernig leiðtogateymin gegna hlutverki sínu. Einnig er markmiðið að skoða hvernig stuðningi stjórnenda við kennara er háttað, hvaða hindrunum þau mæta, hvaða áhrif innleiðingin hefur haft á kennsluhætti og hvernig kennurum finnst ganga að vera í hlutverki leiðtoga í kennarahópnum. Rannsóknin var eigindleg og var gagna aflað með viðtölum. Rætt var við níu aðila í þremur grunnskólum Kópavogs, þrjá kennara úr leiðtogateymum skólanna, þrjá almenna kennara sem nýttu spjaldtölvur í sinni kennslu og þrjá skólastjóra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að leiðtogateymin gegni hlutverki sínu varðandi stefnumótun vel en að þau þurfi að leita leiða til að styðja betur við kennara í innleiðingunni. Einnig kemur fram að bæta þurfi tengsl milli kennara og kennsluráðgjafa. Stjórnendur styðja vel við kennara í innleiðingaferlinu en ýmsar hindranir koma fram í starfi leiðtogateymanna svo sem skortur á tíma og álag í starfi. Niðurstöður benda einnig til að kennsluhættir breytist hjá kennurum sem nýti spjaldtölvur mikið í sinni kennslu. Misjafnt er hvort kennarar í leiðtogateymunum líti á sig sem leiðtoga en fram kemur að styðja þurfi kennara innan leiðtogateymanna í þessu hlutverki. Vonast er til að niðurstöður rannsóknarinnar muni nýtast þeim sem standa að innleiðingu spjaldtölva í grunnskólum Kópavogs en einnig að þær muni auka þekkingu á störfum leiðtogateyma eða þróunarteyma sem gjarnan er falið það hlutverk að leiða innleiðingu á margvíslegum umbótaverkefnum.

  • Útdráttur er á ensku

    During the school year of 2015-2016, an implementation of tablets began in all primary schools in Kópavogur. The schools established leadership teams in each school, but they consist mostly of teachers. The role of the teams is to establish a policy in cooperation with school management, support teachers in the process and create a liaison between teachers within the school and the educational advisors the schools have access to. The objective of this study is to shed a light on the experiences of teachers and administrators of the leader teams. The goal is also to examine how administrators’ support for teachers is organized, what changes the implementation has on the schools, what obstacles leader teams face and how teachers feel about being in a role of leaders for other teachers. The study was qualitative and data were gathered through interviews. Nine interviews were conducted in three elementary schools in Kópavogur, with three teachers from the schools´ leader teams, three general teachers, who have taken the advantage of having tablets in their classrooms, and finally three principals. The results show that leader teams fulfil their roles successfully when it comes to the policy but they do, however, need to explore other ways to support teachers better in the implementation process. It is also stated that there is room for improvement in relations between teachers and the educational advisers. School administrators support teachers in the implementation process but various obstacles have, however, appeared in the leadership work, such as lack of time and the increased intensity of the job. In some cases, the leadership teachers find it hard to see themselves as leaders and it is stated in the conclusions that there is more need of support for them in this role. Hopefully, the results of the study will be useful to those who stand for the implementation of tablets in Kópavogur´s primary schools but also that it will increase knowledge of the work team leaders, or developmental teams in general, are assigned to do when leading an implementation of various improvement projects

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf209.55 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð_M.Ed..pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna