Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/26324
Í rannsókninni er fjallað um hvernig spjaldtölvur eru notaðar í tónmenntakennslu í íslenskum grunnskólum. Reynsla og viðhorf tónmenntakennara til notkunar spjaldtölva í kennslu er könnuð. Aðal áhersla rannsóknarinnar er á sköpun og hvort tónmenntakennarar nýta tækni við skapandi vinnu í tónmenntakennslunni. Kannað er hvort notkun spjaldtölva í tónmenntakennslu hafi haft áhrif á kennsluhætti kennaranna en sérstaklega hvort þeir nýti spjaldtölvur við sköpun með nemendum. Áhrif Biophilia verkefnisins sem var unnið út frá samnefndu tónlistarappi sem tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir lét hanna, eru könnuð og hvort og hvernig tónmenntakennarar vinna með appið. Rannsóknin er viðtalsrannsókn í anda fyrirbærafræðinnar. Tekin voru hálf opin viðtöl við fjóra tónmenntakennara. Úrtakið var ásetnings- og hentugleikaúrtak þar sem eingöngu voru valdir kennarar sem vitað var að noti spjaldtölvur í sinni tónmenntakennslu.
Niðurstöður sýna að þeir skólar sem þátttakendur starfa við eru vel búnir spjaldtölvum. Þátttakendur voru hinsvegar frekar hikandi í notkun spjaldtölva í tónmenntakennslu sinni. Flesta þátttakendur skorti frekari þekkingu í notkun spjaldtölva í sköpun. Þrátt fyrir það nýttu þátttakendur spjaldtölvur fyrst og fremst við sköpun.
Niðurstöður sýna að spjaldtölvur geta nýst vel nemendum sem hafa lítinn grunn í tónlist. Mörg tónlistaröpp gera engar kröfur um færni í hljóðfæraleik og gera þau því nemendum kleift að taka fyrr þátt í tónsköpun en ella og án mikilla afskipta kennarans. Mörg þeirra appa sem þátttakendur rannsóknarinnar nota með nemendum sínum eru fyrst og fremst hönnuð til að skapa raftónlist og virðast þau höfða vel til nemenda og falla vel að tónlistarsmekk þeirra.
Niðurstöður sýna jafnframt að nemendur þátttakenda í rannsókninni sem glíma við hegðunar- eða félagslega erfiðleika eru virkari í tónsköpun með spjaldtölvum en þegar unnið er í hóp með hljóðfæri.
Spjaldtölvur geta verið gagnleg tæki til að samþætta tónlist við aðrar námsgreinar á borð við náttúrufræði og vísindi. Biophilia verkefnið er dæmi um hvernig hægt er að samþætta námsgreinar á skapandi hátt. Engu að síður eru þeir þátttakendur rannsóknarinnar, sem hafa tekið þátt í Biophilia verkefninu, á því að mikilvægi Biophilia appsins sjálfs í verkefninu hafi minnkað með árunum. Appið höfðaði hvorki til þátttakendanna sem höfðu unnið með það né nemenda þeirra. Þrátt fyrir það virðist hugmyndafræðin um að samþætta námsgreinar við skapandi vinnu blómstra og hafa jákvæð áhrif jafnt á kennara og nemendur sem taka þátt í verkefninu.
Tablets and creativity in music education
The purpose of this study was to research how tablets are used in Icelandic music classrooms. The study explores the experiences and attitudes of music teachers towards using tablets in the classroom. The focus of study was on creativity and whether music teachers have used technology for creative purposes within the music classroom. The aim was to discover whether the use of tablets has changed practices in the music classrooms and furthermore, whether tablets and information technology have been used for creative purposes in teaching. In particular, the implication of the Biophilia project instigated by the musician Björk is investigated. The question remains whether the Biophilia project had an impact on how the participating schools worked with creativity.
The study is an interview study in the spirit of phenomenology. Four teachers were interviewed using half open questions. The sample was a convenience sample and an intentional sample where participants were known to use tablets in the music classroom.
Results indicated that the schools that participants work in are well equipped when it comes to tablets. However most participants are rather reluctant in using tablets in music teaching and lack knowledge in using them in the classroom. All participants mostly use tablets for creative purposes.
The results show that tablets can be a useful equipment to reach students who don’t have much musical background. Many musical apps don´t require any skills in playing instruments and therefore students who use them can be involved in music making sooner than before without much involvement of the teacher. Many of the apps that participants of the study use with their students are mainly for creating electronic music and seem to be relevant to the students and their musical taste.
Results also show that students of participants in the study with behavioral problems and students who are weak socially get more involved in music making with tablets than when working with instruments in a group.
Tablets can be a useful tool when it comes to intergrading music with other subjects such as biology and science. The Biophilia project is an example of how music can be mixed with other subjects in a creative way. However according to participants who also have been involved in the project, the Biophilia app itself seems to be less important in the project itself. The app does not appeal to teachers who took part in this study or to their students. In spite of that, the ideology of integrating subjects for creative purposes seems to flourish and has a positive impact on both students and teachers.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Sköpun og spjaldtölvur í tónmenntakennslu Lokaverkefni Ólafs Schram.pdf | 726.1 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing vegna MA verkefnis.jpeg | 45.51 kB | Locked | Yfirlýsing | JPG |