Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26326
Lokaverkefnið samanstendur af barnabókinni Lilja og Kári og fræðilegri greinargerð. Markmið bókarinnar er að auka áhuga barna og foreldra á að verja tíma úti í náttúrunni. Með greinargerð þessari vil ég rökstyðja hvers vegna þetta málefni er mikilvægt og hvers vegna barnabók var talin vænleg leið til að hafa áhrif á viðhorf barna. Rannsóknir sýna að frjáls leikur og útivera barna hefur minnkað svo um munar og þau eru sífellt að fjarlægjast náttúruna, á sama tíma og þekking okkar á mikilvægi náttúrunnar fyrir þroska og heilsu barna er að aukast. Jafnframt hefur sá tími sem varið er í náttúrunni verið tengdur umhyggju og virðingu fyrir henni, sem er nauðsynlegur grunnur þess að kynslóðir framtíðarinnar hugsi vel um náttúruna. Rannsóknir sýna að barnabækur eru öflugur miðill í félagsmótun barna og því góð leið til að hafa áhrif á skoðanir og viðhorf þeirra. Bækur eru auk þess vel til þess fallnar að vekja áhuga og umræður á hinum ýmsu málefnum. Handrit að bókinni Lilja og Kári (í fylgiskjali) er skrifað með þessi fræði að leiðarljósi og talið er líklegt að bókin muni hafa jákvæð áhrif á börn og sýn þeirra á náttúruna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PálaMargrét-Lilja&Kári-Greinargerð.pdf | 1,03 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
PálaMargrét-Lilja&Kári-Handrit.pdf | 1 MB | Lokaður til...23.08.2094 | Fylgiskjöl | ||
PálaMargrét-Yfirlýsing.pdf | 227,84 kB | Lokaður | Yfirlýsing |