Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26328
Heilabrjótur – verklegt námsefni í náttúruvísindum fyrir nemendur á framhaldsskólastigi er safn verklegra verkefna í náttúruvísindum sem sett er upp á heimasíðu. Verklega verkefnasafnið er hannað út frá þörf á að bæta hugtakanám nemenda sem læra best með því að vinna með viðfangsefni í höndunum enda leggja núverandi starfshættir í bóknámsgreinum í framhaldsskóla litla áherslu á verkleg verkefni. Verkefni í verkefnasafninu eru þýdd eða breytt erlend verkefni af internetinu. Við söfnun og gerð verkefna fyrir verkefnasafnið var miðað við að verkefnin gæfu nemendum annað hvort reynslu og upplifun af náttúruvísindalegum hugtökum eða æfðu nemendur í að beita náttúruvísindalegum hugtökum á raunhæf vandamál. Verkefnunum var skipt í tvo flokka; tilraunir ef þau gáfu nemendum reynslu og lausnaleitarverkefni ef þau æfðu nemendur í að beita hugtökum. Við val á lausnaleitarverkefnum var þess einnig gætt að úrlausn vandamálsins gæfi af sér sjáanlega niðurstöðu, helst í formi áþreifanlegrar afurðar. Við flokkun verkefna í erfiðleikastig var byggt á skilgreiningu Aðalnámskrár framhaldsskóla 2011 um hæfniþrep og leiðbeiningar um gerð og flokkun lausnaleitarverkefna. Útkoman varð þrjú þrep þar sem verkefni í fyrsta þrepi krefjast einungis bakgrunns úr náttúrugreinum grunnskóla og svo eykst krafan um aukna fagþekkingu á hverju þrepi. Fyrstu útgáfu verklega verkefnasafnsins er að finna á vefsíðunni www.heilabrjotur.is.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal.pdf | 1.26 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Fylgiskjal verkefnin.pdf | 897.29 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 52.68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |