is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26330

Titill: 
  • „Ég er kominn heim“ : lífssögur karla með þroskahömlun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Ritgerðin sem hér er til umfjöllunar er í tveimur hlutum. Annars vegar er um að ræða fræðilega umfjöllun sem hefur þann tilgang að varpa ljósi á þann aðbúnað sem fólk með þroskahömlun bjó við og skoða þær hugmyndir og kenningar sem urðu til þess að margt fólk með þroskahömlun þurfti að búa á stofnunum fjarri foreldrum sínum og fjölskyldum. Hins vegar er kynning á eigindlegri lífssögurannsókn og niðurstöðum hennar. Rannsóknin hafði það markmið að varpa ljósi á líf tveggja karlmanna með þroskahömlun sem bjuggu á altækri stofnun stóran hluta ævi sinnar. Leitast var við að skoða lífshlaup þeirra og með hvaða hætti líf þeirra breyttist eftir að þeir fluttu út af stofnuninni. Þá var skoðað hvaða þættir í reynslu þeirra eru sameiginlegir og hvað greinir á milli. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknaraðferð og byggir á fimm viðtölum við karlmennina, tvö við annan og þrjú við hinn. Auk þess voru tekin viðtöl við tvo fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að aðbúnaður karlanna og þeirra sem bjuggu á stofnuninni hafi verið slæmur, þeir höfðu lítið persónulegt rými og venjur og stofnanamenning réði för sem varð til þess að þeir upplifðu valdaleysi og að þeir hefðu lítið um líf sitt að segja. Niðurstöðurnar rannsóknarinnar benda til að jákvæðar breytingar hafi átt sér stað í lífi beggja karlanna eftir að þeir fluttu af stofnuninni og í þjónustuíbúðir. Eftir að þeir fluttu jókst þátttaka þeirra í samfélaginu, þeir öðluðust aukinn sjálfsákvörðunarrétt og höfðu mun meira um það að segja hvernig þeir vildu haga lífi sínu heldur en á stofnuninni.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.02 MBLokaður til...24.10.2035HeildartextiPDF
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf192.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF