is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26332

Titill: 
  • Tengsl, líðan og hegðun unglinga í mismunandi tómstundastörfum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða og kortleggja tengsl unglinga við foreldra og vini, sjálfsálit og sjálfsmynd, kvíða- og þunglyndiseinkenni, sjónvarps- og tölvunotkun sem og vímuefnaneyslu út frá tómstundaiðkun þeirra. Þessir þættir voru skoðaðir eftir því hvaða tómstundastarf unglingarnir sóttu, hve mörg tómstundastörf þeir sóttu og eftir kyni.
    Gerð var þversniðsrannsókn úr gagnasafni Rannsóknar og greiningar, Ungt fólk 2014, könnun á högum og líðan unglinga í 8., 9. og 10. bekk. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þessir þættir mælast mismunandi hjá unglingum eftir því hvort og hvaða tómstundastarf þeir sækja. Einnig var að finna kynjamun á þessum þáttum, bæði innan tómstundastarfa og eftir því hve mörg tómstundastörf unglingarnir sækja. Til að mynda voru tengsl á milli þess að vera í hópíþróttum og finna síður fyrir kvíða- og þunglyndiseinkennum og hafa betra sjálfsálit og sjálfsmynd til samanburðar við unglinga í sumum öðrum tómstundastörfum. Jafnframt voru tengsl á milli þess að leggja ekki stund á skipulagt tómstundastarf og finna fyrir kvíða- og þunglyndiseinkennum, hafa lakari sjálfsmynd og sjálfsálit og vera líklegri til að hafa neytt einhvers konar vímuefna samanborið við unglinga sem sækja eitt eða fleiri tómstundastörf. Almennt eiga stelpur betri tengsl við vini en strákar. Strákar nota frekar sjónvarp og tölvur sér til afþreyingar og eru líklegri til að hafa neytt einhvers konar vímuefna en stelpur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gætu nýst fagfólki sem vinnur með unglingum í skipulögðu tómstundastarfi til að sníða starfið betur að þörfum þeirra unglinga sem það sækja.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl líðan og hegðun unglinga.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
SkemmanYfirlysing_Sjofn_20160929.pdf227.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF