is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26334

Titill: 
 • Þróun þreks og líkamsþyngdarstuðuls íslenskra unglinga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Heilsufarsvandamál sem tengjast lifnaðarháttum fólks hafa aukist mikið á undanförnum árum. Vandamálið er samþætt en ofþyngd, hreyfingarleysi og óhollt mataræði eiga þar stærstan þátt.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða þróun þreks, líkamsþyngdar og offitu hjá 15 ára unglingum á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2003 og 2015. Notast var við niðurstöður úr tveimur rannsóknum sem fóru fram hérlendis. Fyrri gögnunum var safnað á árunum 2003-2004 í rannsókn sem bar heitið Lífsstíll 9 og 15 ára Íslendinga en seinni gögnunum var safnað vorið 2015 í rannsókn sem heitir Heilsuhegðun ungra Íslendinga. Í rannsókninni eru bornar saman meðaltalstölur fyrir þyngd (kg), líkamsþyngdarstuðul og þrek 15 ára unglinga þar sem þrek var mælt með hámarksafkastagetuprófi á hjóli.
  Helstu niðurstöður eru þær að 15 ára unglingar eru þyngri og þrekminni árið 2015 en 15 ára unglingar voru árið 2003. Samkvæmt líkamsþyngdarstuðli Cole eru 21,3% unglinga of þung eða of feit árið 2015 samanborið við 10,3% árið 2003. Að meðaltali eru unglingar árið 2015 4 kg þyngri en árið 2003. Stelpur koma sérstaklega illa út úr þessari rannsókn bæði hvað varðar þrek og líkamsþyngdarstuðul. Til að skoða mun á þreki milli áranna og skoða hvaða áhrif líkamsþyngdarstuðull, aldur og kyn hafa á þrek var framkvæmd fjölbreytuaðhvarfsgreining. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar sýndu að líkamsþyngdarstuðull hafði marktæk tengsl við þrek þar sem
  β = -,369 , p < 0,05.
  Niðurstöðurnar ber að líta alvarlegum augum. Ástæður ofþyngdar og þrekleysis geta verið margvíslegar en þó aðallega tengd hreyfingarleysi og óhollu mataræði. Þessa þróun ber að stöðva sem fyrst með öflugu forvarnarstarfi áður en heilsufarsvandamálið verður stærra og erfiðara viðureignar.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinar Logi Lokaverkefni.pdf717.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16_Steinar_Rúnarsson.pdf121.81 kBLokaðurYfirlýsingPDF