is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26336

Titill: 
  • ,,Mín leið til að lifa af" : sjálfskaði ungmenna á Íslandi, með áherslu á sjálfskaða sem fíkn og mikilvægi opinnar umræðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjálfskaði er vandamál sem má finna víða á heimsvísu. Sjálfskaði felur í sér að einstaklingur vísvitandi skaðar líkama sinn án tilhneigingar til sjálfsvígs. Atferlið gefur til kynna mikla innri vanlíðan einstaklinga og þá oftast meðal ungmenna. Í þessari rannsókn er sjálfskaða á Íslandi skoðaður í því skyni að varpa ljósi á mikilvægi fræðslu og vitneskju um þennan tilgreinda vanda. Í rannsókninni er leitast eftir svörum við spurningunum er sjálfskaði fíkn og hvaða áhrif hefur sjálfskaði á ungmenni á Íslandi? Hver er helsta upplifun fagfólks meðferðarstofnanna á sjálfskaða? Tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga. Þrír af þeim höfðu skaðað sjálfan sig í meira en sex mánuði í senn og fjórir einstaklingar sem starfa á meðferðastofnun sem unnið hafa með einstaklinga sem skaða hafa sjálfan sig. Helstu niðurstöður ransóknarinnar gefa til kynna að sjálfskaði er persónubundin aðferð einstaklinga til að losa um innri vanlíðan eða áreiti sem þeir upplifa og því getur meðferð við sjálfskaða og að komast að rót vandans reynst snúið. Sjálfskaða er að finna á Íslandi og atferli hans hefur fíkni tengd einkenni. Hann er tjáning mikilli innri vanlíðan og skortur er á fræðslu á þessu sviði bæði innan heilbrigðisgeirans og í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 31.10.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf392.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF
mín leið til að lifa af.pdf845.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna