is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26337

Titill: 
 • Hugmyndir barna um þátttöku foreldra í leikskólastarfi : skipulagning foreldrasamstarfs
 • Titill er á ensku Parents participation in pre school : childrens perspective
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið með þessari rannsókn var að varpa ljósi á hugmyndir barna um þátttöku foreldra sinna í leikskólastarfi. Tilgangur verkefnisins er að auka skilning á viðhorfum og upplifunum barna á þátttöku foreldra í leikskólastarfinu og skipulagi foreldrasamstarfs. Einnig að geta nýtt hugmyndir þeirra til að endurmeta og þróa samstarf heimilis og leikskóla. Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á umfjöllun um skipulag og framkvæmd foreldrasamstarfs í leikskólum, lýðræði í leikskólastarfi, mikilvægi þess að hlusta á sjónarmið barna og að lokum fjallað um vellíðan barna. Rannsóknin byggir á þeim grundvallar viðhorfum að börn séu fær um að nýta reynslu sína til þess að taka þátt í ákvarðanatökum um málefni sem þau varða og eigi þar af leiðandi að fá tækifæri til þess að lýsa skoðunum sínum og að á þær sé hlustað.
  Um er að ræða eigindlega tilviksrannsókn sem unnin var með níu fimm ára börnum, sem öll voru í sama leikskólanum, í formi mósaík rannsóknaraðferða þar sem gögnum er safnað á fjölbreyttan hátt, til að mynda með, ljósmyndum o.fl.. Tekin voru viðtöl við börnin í þremur þriggja manna hópum, þar sem þau tjáðu sig með margvíslegum hætti. Við gagnaúrvinnslu voru niðurstöður flokkaðar í þrjú þemu: jákvæð reynsla, neikvæð reynsla og nýjar hugmyndir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börn upplifi þátttöku foreldra sinna sem jákvæða reynslu í langflestum tilfella. Börnin tjáðu sig að mestu um ánægjulegar upplifanir og vellíðan með foreldrum sínum innan leikskólans en þó voru nokkur börn sem höfðu frá neikvæðri reynslu að segja. Neikvæða reynslan beindist að upplifun barnanna af því þegar foreldrar þeirra höfðu ekki tök á að taka þátt í atburðum innan leikskólans. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika ekki eingöngu mikilvægi þess að hlustað sé á börn og horft sé til alls barnahópsins þegar skipuleggja á foreldrasamstarf, heldur einnig að börn séu fær um að hafa áhrif á eigið líf. Því er hægt að fullyrða að ef leitað er eftir hugmyndum barna við skipulagningu má stuðla að vellíðan barna og farsælu foreldrasamstarfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to highlight the children’s perspective of their parent’s participation in preschool. Their ideas can be utilized in planning parental partnership and they also provide a new perspective in the experiences and furthermore show children viewpoint and their own experiences on matters relating to their own lives. This study was a qualitative case research done with children in the form of the mosaic approach. Participants were nine children born in 2010 and they were divided into three groups of three. Along with interviews the children drew and took photos.
  The data processing results were grouped into three themes: positive experiences, negative experiences and new ideas. Results of the study indicate that children experience parents’ participation as a positive experience in most cases. Although that was the case, there were three participants who had some instances of negative experiences. They all agreed on the reasons why parents see themselves unable to participate in the preschool activities. The study results highlight the importance and of the necessity of listening to children’s perspectives when parents participation is planned. Guaranteeing the welfare of just a part of the group is not justified and if the children are made to take part in the organization of activities a successful parents participation and positive child experience can be had.

Samþykkt: 
 • 31.10.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Unnur-Kristjánsdóttir-unk5.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf155.65 kBLokaðurYfirlýsingPDF