is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26338

Titill: 
  • Fjárhagslegur ávinningur fyrirtækja af nýsköpun
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Nýjungar í upplýsingatækni og hnattvæðing hafa skapað möguleika til nýsköpunar í fyrirtækjum. Við það hefur líftími á vöru og þjónustu styst, og nýsköpun verður beinlínis nauðsynleg til að tryggja viðgang og samkeppnishæfni fyrirtækja. Í slíku umhverfi er mikilvægt að réttar ákvarðanir séu teknar um fjárfestingar í nýsköpun, en til þess þurfa stjórnendur að skilja eðli slíkra fjárfestinga, og geta valið heppilega aðferðafræði til meta ávinning af þeim. Fyrri rannsóknir hafa lagt áherslu á aukinn skilning á nýsköpunarferlinu, sérstaklega hvaða þættir hafa mest áhrif á árangur af rannsóknar- og þróunarstarfi. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig mismunandi aðferðafræði hefur áhrif á mat á fjárhagslegum ávinningi fyrirtækja af nýsköpun. Með raundæmisrannsókn í alþjóðlegu íslensku stórfyrirtæki fékkst einstakt tækifæri til að bera saman mismunandi aðferðir við mat á fjárhagslegum ávinningi nýsköpunarverkefna þar sem hægt var að taka tillit til mismunar milli spágilda og raungilda, mismunandi nýnæmis, og ólíkra aðferða til að meta hvar fjárfestingarnar falla til í fyrirtækinu. Niðurstöðurnar sýna hversu mikilvægt það er að taka tillit til þess að fjárfesting í nýsköpun á sér ekki bara stað í þróunardeildum fyrirtækja. Einnig sýna niðurstöðurnar hvernig hefðbundar aðferðir við mat á fjárfestingum í nýsköpun draga úr ávinningi af róttækri nýsköpun.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 1.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VID_VeraDöggAntonsdóttir_RögnvaldurJSæmundsson.pdf584.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna