Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2634
Á heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Rio de Janeiro árið 1992
undirrituðu þjóðir heims ítarlega framkvæmdaáætlun í umhverfis- og þróunarmálum
fyrir heimsbyggðina, svokallaða Dagskrá 21 (Agenda 21). Kafli 28 í Dagskrá 21 setti
þá pólitísku og siðferðislegu skyldu á sveitarfélög að innleiða sjálfbæra þróun í
samfélagið með gerð svonefndrar Local Agenda 21 – Staðardagskrár 21.
Á Íslandi hófst formleg vinna við Staðardagskrá 21 árið 1998 með samningi milli
Umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sett var á laggirnar
fjögurra manna verkefnisstjórn og ráðinn sérstakur verkefnisstjóri yfir verkefnið.
Í þeirri rannsókn sem hér er kynnt var skoðað hvort Staðardagskrárstarfið á Íslandi
hefði skilað árangri og var árangursmat byggt á nokkrum rannsóknaraðferðum.
Spurningalistar voru sendir til úrtaks úr sveitarfélögum, útgefnar
Staðardagskrárskýrslur voru metnar, viðtöl tekin við kjörna fulltrúa og samanburður
gerður við kannanir sem lagðar voru fyrir sveitarfélög árin 2000 og 2001.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til árangurs þar sem Staðardagskrá 21 hefur verið
notuð sem marktækt skjal við stefnumótun og ákvarðanatöku. Aukin umhverfisvitund
og skilningur er vísbending um árangur, en almennt stendur og fellur árangur af
Staðardagskrá 21 með skilningi, áhuga og stuðningi sveitarstjórnarmanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
_1_fixed.pdf | 1 MB | Lokaður | Heildartexti |