is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26341

Titill: 
  • Þekking og lærdómur: Lykill að árangursríku og viðvarandi samkeppnisforskoti?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari ritgerð er að varpa ljósi á hvort hugtökin lærdómur og þekking séu lykillinn að árangursríku og viðvarandi samkeppnisforskoti. Með það að leiðarljósi er farið út í að skilgreina þessi hugtök og hvort þau eru algjörlega aðskilin fyrirbæri eða hvort þau séu sitt hvor hliðin á sama peningi. Einnig hvað það þýðir fyrir skipulagsheildir að vera lærdómsog/eða þekkingarfyrirtæki og hvort og hvernig skipulagsheildir geta metið hvort þær séu slík fyrirtæki.
    Mikilvægi þess að skoða tengslin á milli lærdóms og þekkingar er tilkomið vegna þess að fyrirtæki í dag byggja ekki samkeppnisforskot sitt í eins miklu mæli á framleiðsluþáttum „gamla“ hagkerfisins heldur á hugviti og færni mannauðsins.
    Umræðan um lærdómsferli byggir fyrst og fremst á flokkun og hugmyndum þeirra Probst og Büchel um fyrsta, annars og þriðja stigs nám sem í þessum fræðum eru betur þekkt sem einnar lykkju, tveggja lykkju og ferlisnám. Þekkingarumræðan er að mestu leyti sótt í smiðju þeirra Nonaka og Takeuchi um þekkingarspíralinn og umbreytingu þekkingar samkvæmt SECI líkaninu svokallaða.
    Megin niðurstöður þessarar umræðu er að lærdómur og þekking séu lykillinn að árangursríku og viðvarandi samkeppnisforskoti af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að þau fyrirtæki sem byggja á kjarnafærni verða að skapa skilyrði til að umbreyta hinni leyndu þekkingu í ljósa og miðla henni út í þekkingargrunn fyrirtækisins. Þannig skapar skipulagsheildin skilyrði fyrir því að auka umfang þess þekkingargrunns sem aftur skapar skilyrði fyrir góðum árangri. Í öðru lagi verður skipulagsheildin með stöðugum og meðvituðum hætti að vinna að því að þekkingin sé flutt inn á ný og ófyrirsjáanleg svið kjarnavara í gegnum lærdómsferli.
    Hvað varðar spurninguna hvort þekking og lærdómur séu sitthvor hliðin á sama peningi er niðurstaðan sú að svo sé ekki. Þetta eru ólík en þó skyld fyrirbæri og þau skarast að vissu leyti í veigamiklum atriðum. Þekking tekur sífelldum breytingum með lærdómi en er ekki einhverjar birgðir sem hægt er að geyma á lager.
    Hvað varðar svarið við síðustu rannsóknarspurningunni, þ.e. hvernig geta fyrirtæki metið hvort þau eru lærdóms- og/eða þekkingarfyrirtæki, má segja að komið sé ágætis mælitæki til þess að kanna hvort svo sé því að í þessari ritgerð er í fyrsta sinn unnið með sérstakt líkan sem ætlað er að leggja mat á þá spurningu. Í ritgerðinni er unnið með og greint frá niðurstöðum úttektar á íslenskum fyrirtækjum á sviði lærdóms og þekkingar. Þar kemur berlega í ljós að nauðsyn er að þróa það enn betur og aðlaga líkanið enn frekar að íslenskum aðstæðum.
    Úttektin var framkvæmd sem hluti af vali Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga á þekkingarfyrirtæki ársins 2000.
    Framkvæmdin skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta lagi var boðið upp á netkosningu þar sem almenningi gafst kostur á að tilnefna þau 3 fyrirtæki sem það taldi verðskulda nafnbótina Þekkingarfyrirtæki ársins 2000.
    Í öðru lagi var um að ræða sjálfsmat forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem fengu flestar tilnefningar. Þriðji og síðasti hlutinn var úttekt sérstakrar dómnefndar á þeim 9 fyrirtækjum sem fengu hæstu niðurstöðurnar úr sjálfsmatinu. Þrjú fyrirtæki fengu að lokum viðurkenningu sem Þekkingarfyrirtæki ársins 2000.
    Orð Laurence Prusak lýsa vel viðfangsefni ritgerðarinnar er hann sagði: „Þú getur ekki stjórnað þekkingu, það getur enginn. Það sem þú getur og það sem fyrirtæki gera, er að stjórna umhverfi þekkingarinnar“.

Samþykkt: 
  • 3.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekking og lærdómur Lykill að árangursríku og viðvarandi samkeppnisforskoti MSc.pdf2.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna