Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26344
Stefnumiðuð stjórnun er umfangsmikil fræðigrein sem leitast við að útskýra breytileika árangurs skipulagsheilda. Hingað til hefur breytileikinn verið útskýrður út frá tveimur sjónarhornum. Atvinnuvegasýn, sem útskýrir breytileikann út frá ólíkri staðfærslu, og auðlindasýn, sem telur að breytileikinn ráðist af einstæðum auðlindum og færni skipulagsheilda. Nýsköpun er talin leggja grunn að samkeppnishæfni hagkerfa og almennt er viðurkennt að nýsköpun, tækniþróun og hagvöxtur sé háð samhengi stofnanna, og hversu vel skipulagsheildum tekst að samþætta ólíka starfsemi og þekkingu starfsmanna. Stofnanir vísa ekki til ríkisstofnanna heldur til reglna, venja og skoðanna sem takmarkar valkosti einstaklinga og skipulagsheilda. Þannig geta stofnanir dregið úr óvissu í aðstæðum skipulagsheilda og haft áhrif á ákvörðunartöku stjórnenda. Á undanförnum árum hefur þriðja sjónarhornið á breytileika árangurs látið á sér kræla. Sjónarhorn, sem kallast stofnanasýn (institutional-based view), telur breytileikann tengjast stofnanavettvangi sem skipulagsheildir tilheyra. Rannsókninni er ætlað að ígrunda hvernig aðferðir stefnumótunarfræða nýtast sprotafyrirtækjum sem starfa í ólíkum atvinnugreinum, og hvaða áhrif slík starfsemi hefur á þróun viðskiptalíkana. Stuðst verður við eigindlegar rannsóknaraðferðir til að fá innsýn og heildstæða mynd á viðfangsefninu. Framlag rannsóknarinnar getur verið með ágætum ef hún nær að veita innsýn og heildstæða mynd á árangri og þróun þessara sprotafyrirtækja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
VID_HuldaGÓskarsdóttir_RunólfurSSteinþórrson_II.pdf | 278.94 kB | Opinn | Skoða/Opna |