is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26346

Titill: 
  • Áhættuálag hlutabréfa í ljósi hruns markaða
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Eignarhald á skráðum fyrirtækjum víða um heim hefur færst í æ ríkari mæli í hendur stofnanafjárfesta, einkum verðbréfasjóða. Þróunin hérlendis hefur verið mjög svipuð, nema hvað lífeyrissjóðir leika mun stærra hlutverk en aðrir stofnanafjárfestar. Ein afleiðing þessa er að fagfjárfestar, sérstaklega stórir sjóðir með fjölbreytt eignasöfn, eiga í sívaxandi mæli stóran hlut í mörgum fyrirtækjum sem keppa á sama markaði. Þetta sameiginlega eða lárétta eignarhald (Horizontal Ownership) virðist hafa umtalsverð áhrif á samkeppni fyrirtækja. Í bankarekstri í Bandaríkjunum virðist slíkt eignarhald m.a. skila sér í verri kjörum fyrir viðskiptavini, hærri vaxtamun og hærri þjónustugjöldum, og um leið auknum hagnaði fyrirtækjanna. Svipuð áhrif hafa komið fram í flugi. Vegna stærðar íslensku lífeyrissjóðanna er lárétt eignarhald mjög algengt hlutafélögum sem eru skráð í Kauphöll Íslands. Í rannsókninni eru skoðaðir sérstaklega þrír markaðir þar sem tvö eða þrjú samkeppnisfyrirtæki eru öll skráð í kauphöllinni. Það eru tryggingar, fasteignir og fjarskipti. Í ljós kemur að á öllum mörkuðunum er lárétt eignarhald mjög útbreitt. Það kemur sérstaklega skýrt fram á fjarskiptamarkaðinum, þar sem um það bil tveir þriðju hlutafjár í hvoru samkeppnisfyrirtækja er í eigu aðila sem er jafnframt stór hluthafi í keppinautnum.
    Ekkert verður hér fullyrt um það hvaða afleiðingar þetta láretta eignarhald á íslenskum fyrirtækjum hefur á samkeppni og verð. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því. Bandarískar rannsóknir benda þó eindregið til þess að eðlilegt sé að hafa áhyggjur.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 3.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VID_GylfiMagnússon.pdf453.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna