is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26348

Titill: 
  • Litlir heimar: Áhrif erlendrar reynslu stjórnenda á viðhorf til notkunar tengslaneta
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Tengslanet eru lykiltæki fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og sýnt hefur verið fram á mikilvægi þeirra fyrir starfsframa, atvinnuleit og árangur að öðru leyti. Í þessari rannsókn er til skoðunar hvert viðhorf íslenskra stjórnenda er til tengslaneta og notkunar þeirra í starfi. Viðtöl voru tekin við stjórnendur sem höfðu reynslu erlendis frá og stjórnendur sem höfðu ekki slíka reynslu. Sjónum var sérstaklega beint að því hvaða áhrif erlend reynsla hefur á það hvernig íslenskir stjórnendur nýta tengslanet sín, byggja þau upp, og hafa ávinning af þeim. Viðmælendur voru einhuga um mikilvægi tengslaneta, en vísbendingar voru um að stjórnendur með erlenda reynslu séu líklegri til að byggja tengslanet sitt upp með markvissum hætti. Ennfremur virðast stjórnendur með erlenda reynslu vera líklegri til að líta á tengslanet sem uppsprettu hugmynda og óvæntra upplýsinga, á meðan mikilvægi tengslaneta við að auka afköst og skilvirkni, virðist vera ríkjandi viðhorf óháð slíkri reynslu. Konur virðast bera meira traust til sinna tengiliða en karlmenn, sér í lagi konur með erlenda reynslu. Niðurstöðurnar eru bæði innlegg í rannsóknir á mikilvægi tengslaneta fyrir íslenska stjórnendur, og rannsóknir á hlutverki tengslaneta í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi í heild.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 3.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26348


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VID_ErlaHjördísGunnarsdóttir_MagnúsÞTorfason.pdf480,86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna