Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26351
Meginmarkmið með rannsóknarverkefninu er að komast að því hvort greiðslumat neytendalána geti haft áhrif á áhættu útlána. Ekki liggur fyrir mikið efni um hver raunveruleg áhrif geta verið en í þessari ritgerð eru tekin saman þau atriði sem mikilvæg eru við vinnslu á greiðslumati einstaklinga. Upplýsingum var aflað um fyrirkomulag hjá helstu lánastofnunum og viðmið Velferðarráðuneytis tekið til skoðunar. Tekin voru dæmi þar sem lán voru borin saman milli lánveitenda og greint frá helstu atriðum sem þeim viðkoma. Til þess að afla svara við rannsóknarspurningunni voru lagðar spurningar fyrir starfsmenn sem starfa við útlán neytendalána og sölu á fasteignum til þess að öðlast dýpri skilning á efninu og fá svör við ýmsum atriðum. Kannað var einnig hvaða þættir gætu haft áhrif á áhættu útlána og borið saman við þá þætti sem notast er við hér á landi. Í ljós komu atriði sem ekki eru notuð við útreikning á greiðslu eða lánshæfismati einstaklinga á Íslandi en þau atriði geta haft áhrif til framtíðar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikilvægt sé að áætla greiðslugetu lántakenda með varkárni og að hvert tilfelli sé aðlagað að hverjum og einum umsækjanda með það til hliðsjónar að ekki sé farið undir sett neysluviðmið frá Velferðarráðuneyti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KarlBernburg_4.pdf | 1,43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |