is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26353

Titill: 
 • Glamrað til gagns : æfingar til notkunar spuna í píanókennslu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð mun ég skoða grundvöll þess að gefa út námsefni með spunaæfingum. Þessar æfingar eru þá ætlaðar til notkunar í píanókennslu á Íslandi. Spuni hefur verið stór hluti af tónlistarmenningu mannkyns frá upphafi. Undir lok nítjándu aldar varð til sú stefna í tónlistarmenntun á vesturlöndum að sérhæfa tónlistarfólk í að flytja og túlka arf tónbókmenntanna. Saga formlegrar tónlistarmenntunnar hér á landi er nú rúmlega aldar gömul. Í anda stefnu vesturlanda skapaðist hér á landi sú hefð í tónlistarmenntun sem gerir spuna undanskilinn náminu.
  Árið 2000 kom út Aðalnámskrá Tónlistarskólanna sem gerði auknar kröfur á skapandi starf í námi og fjölbreytileika í námsleiðum. Í námskránni er sömuleiðis gert ráð fyrir að nemendum gefist kostur á að spinna. Rannsóknir hafa sýnt að áhugi tónlistarkennara á að nota spuna í kennslu er til staðar. Hins vegar eru hindranir sem standa í vegi fyrir að kennarar telji sig geta notað spuna.
  Frá árinu 2012 hef ég starfað sem píanókennari við Tónskóla Eddu Borg. Út frá persónulegri reynslu fannst mér mikilvægt að spuni yrði hluti af námi nemenda minna. Ég fór því að búa til æfingar með spuna og gera tilraunir með mínum nemendum. Í þessu meistaraverkefni fullkláraði ég æfingar sem ætlað er að styðja píanókennara í að fylgja þeirri kröfu sem gerð er í nýrri námskrá. Hluti verkefnisins var að halda fund með píanókennurum þar sem rætt var um notkun spuna í kennslu. Einnig var haldið námskeið þar sem æfingunum var miðlað til kennara. Niðurstöður fundar og námskeiðs reyndust gagnlegar við vinnu þessarar ritgerðar . Ritgerðin mun svo lýsa því hvernig æfingarnar stuðla að verkhyggju í kennsluháttum í anda John Dewey. Ég mun þá færa rök fyrir því hvernig verkhyggjan sem og spuni almennt geti stuðlað að bættu tónlistarnámi hér á landi. Von mín er að æfingarnar virki sem brú yfir þær hindranir sem standa í vegi fyrir notkun spuna í kennslu

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis investigates the basis for releasing an Icelandic teaching material with improvisation exercises for the piano. Improvisation has been an influential part of music since its beginning but by the end of the eighteenth century western music education started to exclude improvisation in its practice. The focus of the education was to produce musicians that specialized in performing the literature of western fine arts music history. In that environment the first formal music education in Iceland was created in the early 19’Th century. Therefore is a tradition in Iceland of educating music without using improvisation.
  A new curriculum for music schools was published by the ministry of education in 2000. The curriculum introduced a new emphasis on including creativeness and using diversity in learning methods for students. A choice of improvisation was also expected for students to be included in the education. Studies have shown that teachers are eager to include improvisation in their teachings but certain obstacles lead to them feeling unable to do so.
  In 2012 I started working as a piano teacher. From personal experiences it became clear that improvisation had to be included in my teachings. During my profession as a teacher I then began to create improvisational exercises and to experiment them with my students. The project of this study was to fully develop these exercises and to present them to a group of teachers as a course. Alongside that I held a meeting with the group to discuss improvisation in music education. The thesis will discuss how these exercises can implement teaching methods that follow John Dewey’s pragmatism. I will argue that those methods and improvisation is beneficial for music education. My wish is that these exercises could be a stepping stone towards a future where using improvisation is not an issue in education.

Samþykkt: 
 • 7.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Art.Ed-ritgerd HS.pdf615.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna