en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2635

Title: 
 • Title is in Icelandic Kauphöll og sjávarútvegur: Eiga þau samleið?
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hlutabréfamarkaður og sjávarútvegur eru viðfangsefni þessarar ritgerðar. Á fyrstu
  árum hlutabréfamarkaðar á Íslandi streymdu sjávarútvegsfyrirtækin þangað í stríðum
  straumum en yfirgáfu flest þennan vettvang á mjög stuttum tíma. Markmið
  ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þá atburðarás.
  Tilgangurinn er að kanna hvort þættir í ytra starfsumhverfi gerðu það að verkum að
  þau sáu sér ekki hag í skráningu, eða hvort um innri þætti greinarinnar sjálfrar hafi
  verið að ræða sem gerðu henni ókleift að starfa á þessum vettvangi.
  Í ritgerðinni er fjallað nokkuð ítarlega um valda þætti sem taldir eru hafa áhrif á
  fyrirtæki á hlutabréfamarkaði er tengjast inngöngu, útgöngu og veru þeirra þar. Auk
  þess er íslenskur og erlendur sjávarútvegur skoðaður í samhengi við rannsóknarefnið.
  Rannsóknarsniðin eru annars vegar eigindleg aðferð og hins vegar töluleg greining. Í
  eigindlegu aðferðinni voru tekin viðtöl við sjö manns sem voru þátttakendur í
  atburðarásinni með einum eða öðrum hætti. Tölulegar upplýsingar voru notaðar til
  samanburðar á sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum innan Kauphallarinnar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að breytt fjármálaumhverfi hafi breytt
  forsendunum fyrir veru fyrirtækjanna inn á markaðnum. Aðrar atvinnugreinar uxu
  meira og bréf þeirra ávöxtuðu sig mikið meira sem gerði samanburðinn við
  sjávarútvegsfyrirtækin afar óhagstæðan. Vísbendingar komu fram um að vanmat á
  sjávarútvegsfyrirtækjunum hafi verið til staðar og stjórnendur fyrirtækjanna hafi séð
  hag sínum betur borgið með afskráningu þeirra. Takmarkanir greinarinnar, bæði
  vegna laga og náttúru, gera hana ekki vel til þess fallna að vera á hlutabréfamarkaði.

Accepted: 
 • May 14, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2635


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ttir_fixed.pdf606.8 kBOpenHeildartextiPDFView/Open