en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26365

Title: 
  • Title is in Icelandic Eldri borgarar á Íslandi: Hjálparþurfi eða bjargvættir
Keywords: 
Published: 
  • October 2016
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Eldri borgarar mynda stóran og fjölbreyttan hóp í samfélagi okkar. Þeir sem falla inn í þennan hóp spanna vítt aldursbil, og er heilsufar þeirra og félagsleg staða ólík. Umræðan um eldri borgara hefur á stundum verið einsleit. Hún er oft tengd kostnaði, skorti á þjónustu og að eldri borgarar séu baggi á samfélaginu. Minna fer fyrir umræðu um framlag eldri borgara til samfélagsins sem þó er umtalsvert, en oft hulið. Eldri borgarar sinna fjölbreyttum verkefnum, en þetta er oftast ólaunuð vinna sem er mikilvæg bæði fyrir þá sem þiggja aðstoðina og fyrir efnahag þjóðarinnar. Fyrir 10 árum rannsökuðu höfundar framlag eldri borgara til samfélagsins. Niðurstöður leiddu í ljós þátttakendur aðstoðu fjölskyldur sínar og aðra með margvíslegum hætti. Nú hefur hluti rannsóknarinnar verið endurtekinn með það að markmiði að sjá hvernig framlag eldri borgara til samfélagsins birtist í dag. Gögnum var safnað með símakönnun í júní 2016 og voru þátttakendur 706 á aldrinum 67-85 ára. Í ljós kom að framlagið var umtalsvert, til að mynda höfðu 73% þátttakenda sinnt barnagæslu. Ríflega fjórðungur hafði tekið þátt í sjálfboðastörfum, og 17% þátttakenda höfðu hýst afkomendur eða aðra um lengri tíma eftir að 67 ára aldri var náð.

Citation: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Accepted: 
  • Nov 7, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26365


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
FELRAD_IngibjörgHHarðardóttir_AmalíaBjörnsdóttir.Pdf767.74 kBOpenHeildartextiPDFView/Open