is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26370

Titill: 
  • Bótaréttur samkvæmt skipulagslögum: Skilyrðið um verulegar og sérstakar skerðingar á verðmætum fasteigna
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Í 51. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 22. gr. laga nr. 59/2014, er mælt fyrir um bótarétt fasteignaeigenda og eftir atvikum annarra rétthafa vegna tjóns sem leiðir af skipulagsáætlunum eða breytingum á þeim. Ákvæðið tók nýlega breytingum og hefur hvorki verið fjallað um það í fræðiskrifum né á það reynt fyrir dómstólum. Þrátt fyrir takmarkaða réttarframkvæmd byggir ákvæðið á gömlum merg, og á margt sammerkt með bótaákvæðum eldri skipulagslaga, svo sem því mikilvæga skilyrði fyrir bótaskyldu að skipulag, eða breyting á skipulagi hafi valdið verulegri og sérstakri skerðingu á verðmæti fasteignar, en sönnunarbyrði um að skilyrði þetta sé uppfyllt er lögð á meintan tjónþola. Tilætlun þessa framlags er að varpa ljósi á hvenær skerðing á verðmæti fasteignar telst sérstök og veruleg í skilningi ákvæðisins. Í því skyni verður fyrst og fremst litið til dómaframkvæmdar og skilnings fræðimanna á eldri bótaákvæðum skipulagslaga. Einnig verður sérstaklega tekið til skoðunar hvort 1. mgr. 51. gr. skipulagslaga áskilji að einungis skuli bæta eignarskerðingar sem eru þess eðlis að þeim yrði jafnað til eignarnáms í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 7.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOG_JörgenMár_HelgiÁss.pdf551.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna