is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26371

Titill: 
  • Íslenskir feður – bestir í heimi?
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Sýnt hefur verið fram á í vísindalegum rannsóknum að jákvæð tengsl milli föður og barns hafa veruleg áhrif á líðan barnsins. Tilgangur þessarar rannsóknar er að bera saman gæði samskipta íslenskra feðra og barna þeirra við hliðstæð samskipti annars staðar í Evrópu og N-Ameríku. Rannsóknin „Heilsa og lífskjör skólabarna“ (Health Behaviour in School-Aged Children – HBSC) hefur verið framkvæmd fjórða hvert ár í Evrópu og N-Ameríku. Árið 2014 svöruðu 219.460 börn á aldrinum 11, 13 og 15 ára frá 42 löndum spurningalista um ýmsa þætti um heilsufar og líðan. Hér á landi tóku 10.651 nemendur þátt. Í rannsókninni kom fram að íslensk ungmenni af báðum kynjum, og í öllum þremur aldurshópunum, mátu samskipti sín við feður jákvæðari en börn frá öllum 41 samanburðarlöndunum. Eins og í hinum löndunum telja yngri börnin sig eiga jákvæðari samskipti við feður sína en þau eldri, og einnig eru strákarnir jákvæðari en stelpurnar. Íslensku þátttakendurnir eru fyrstu árgangarnir sem nutu góðs af breytingu á foreldraorlofi sem fól í sér aukinn rétt feðra, og því nærtækt að tengja þessar niðurstöður við þær breytingar. Rannsóknin sýnir engu að síður að íslenskar mæður eru í marktækt betri tengslum við börn sín en feður.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 7.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FELMAN_Ársaell_Hermína.pdf528.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna