is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26372

Titill: 
  • Heilsulæsi eldra fólks: Hindranir í tengslum við upplýsingar um heilsu og lífsstíl
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að eldri borgarar taki virkan þátt í heilsueflingu með því að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Til að þeir geti aflað sér þekkingar um heilsusamlegt líferni og viðhaldið henni þarf að vera fyrir hendi greiður aðgangur að vönduðum upplýsingum sem fullnægja þörfum þeirra. Fjallað verður um könnun þar sem markmiðið var að rannsaka hindranir sem Íslendingar upplifa í tengslum við upplýsingar um heilsu og lífsstíl. Áhersla verður lögð á að kynna niðurstöður um þátttakendur sem tilheyra tveimur elstu aldurshópunum, annars vegar fólk á aldrinum 60 til 67 ára, og hins vegar fólk sem er 68 ára og eldra. Leitað verður svara við eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hvaða hindranir eru fyrir hendi hjá annars vegar fólki 60 til 67 ára, og hins vegar fólki 68 ára og eldra? 2) Hvaða tengsl er milli menntunar þátttakenda í aldurshópunum tveimur og þeirra hindrana sem þeir upplifa? Notaðar voru megindlegar aðferðir og gagna aflað frá 1.200 manna tilviljunarúrtaki fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 58%. Þátttakendur voru beðnir um að svara 13 staðhæfingum um hugsanlegar hindranir. Niðurstöður sýna að 10 af staðhæfingunum mæla hindranir og gefa vísbendingu um að báðir aldurshóparnir eigi í nokkrum vanda með heilsulæsi í tengslum við upplýsingar um heilsu og lífsstíl. Ennfremur kom fram marktækur munur eftir menntun þátttakenda í aldurshópunum tveimur.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 7.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FELMAN_ÁgústaPálsdóttir.pdf465.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna