Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26375
Í afmælisgrein sem helguð er Indriða Gíslasyni sjötugum skrifar Sverrir Tómasson um málvöndunarviðleitni manna á Íslandi á miðöldum eins og hún birtist í nokkrum ritum; Íslenskri hómilíubók, norræna Elucidarius og í Fyrstu og Þriðju málfræðiritgerðunum. Sverrir ræðir mest um málvöndun í Þriðju málfræðiritgerðinni, enda efni hennar á mörkum málfræði og stílfræði, en það eru greinar sem málvöndun tengist sterkum böndum. Markmið þessa erindis (og fræðigreinar um sama efni sem bíður birtingar) er fyrst og fremst að endurskoða greiningu Sverris og mögulega að bæta einhverju við hana. Höfundur tekst tvennt á hendur í erindinu: annars vegar rekur hann, og greinir fleiri dæmi um málvöndun á miðöldum, og hins vegar setur hann málvöndunariðkun Íslendinga fyrri alda í samhengi við evrópskan lærdóm. Horft verður til sambærilegra fyrirbæra meðal þjóða í Suður-Evrópu, t.d. meðal Ítala, og í Norður-Evrópu, t.a.m. meðal Þjóðverja og Dana. Að lokum verður þess freistað að skilgreina betur en áður stöðu og gildi málvöndunar miðaldamanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ANNAD_MatteoTarsi.pdf | 429.35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |