is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26377

Titill: 
  • Hugsjónir Fjölnismanna og sjálfsmynd Íslendinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er rætt um Fjölnismenn og tímaritið Fjölni sem gefið var út á tímabilinu frá 1835 til 1847. Markmið ritgerðarinnar er að kanna hugsjónir þeirra og einkum áhrif og viðtökur þeirra í íslensku samfélagi. Fyrst kemur umfjöllun um þjóðernisstefnu sem er afleiðing atburða í Evrópu í lok 18. og byrjun 19. aldar. Hluti þessara hugmynda sem hafa þróast í Evrópu er yfirfærður til Íslands og aðlagaður íslenskum aðstæðum af Fjölnismönnum. Fjallað er um stjórnmálaástand á Íslandi um þessar mundir og virkni Fjölnismanna í því samhengi rannsakað. Rætt er um hlutverk Fjölnis við myndun sjálfsmyndar Íslendinga sem að mati Fjölnismanna var mikilvægt lykilatriði í sjálfstæðisbaráttunni. Kynntar eru nokkrar greinar úr Fjölni þar sem hægt er að sjá tilgang tímaritsins og markmið Fjölnismanna. Um viðhorf þeirra til alþingismálsins og ágreininginn við Jón Sigurðsson er fjallað í því skyni að kynna betur virkni þeirra á stjórnmálasviðinu.

Samþykkt: 
  • 9.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð, Stefan Vucic.pdf578.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlising um meðferð, Stefan Vucic.pdf28.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF