is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26378

Titill: 
  • Djúp og viðvarandi þjáning: Reynsla íslenskra karla af áhrifum kynferðislegs ofbeldis í æsku
Útgáfa: 
  • Október 2016
Útdráttur: 
  • Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að kynferðislegt ofbeldi í æsku getur haft víðtæk, alvarleg og langvinn áhrif á heilsufar og líðan þolenda. Tilgangur rannsóknarinnar er að auka þekkingu og dýpka skilning á áhrifum kynferðislegs ofbeldis í æsku á íslenska karla. Þátttakendur í rannsókninni voru sjö karlar með slíka reynslu sem voru á aldrinum 30-65 ára þegar viðtölin fóru fram. Rannsóknaraðferðin var fyrirbærafræði og voru tvö viðtöl tekin við hvern karl, samtals 14 viðtöl. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að líf karlanna hefur verið mikil þrautaganga og þjáning þeirra ristir enn djúpt. Í flestum tilfellum virðast þeir beina tilfinningum sínum talsvert út á við (externalization) sem birtist í því að þeir leiðast í miklum mæli út í misnotkun áfengis og fíkniefna, afbrot og áhættuhegðun. Ásamt því að vera með einkenni ofvirkni eru þeir með einkenni flókinnar áfallasteituröskunar. Þeim leið mjög illa í æsku og á fullorðinsárum, og notuðu ýmis bjargráð til að lifa af, einkum tilfinningalega aftengingu og flótta frá aðstæðum. Þeir telja mikilvægt að vinna með áföllin til að fá frelsi frá þjáningunni, komast í tengsl við tilfinningar sínar og mynda dýpri tengsl við aðra og læra að lifa með þessari skelfilegu reynslu.
    Mikilvægt er fyrir fagfólk að þekkja áhrif kynferðislegs ofbeldis í æsku til að geta brugðist við, og veitt einstaklingum með slíka reynslu stuðning og umhyggju. Þá þarf að þróa skilvirkari meðferðarúrræði til að minnka þjáningu þeirra sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi í æsku, og efla forvarnir til að fyrirbyggja að börn þurfi að þola slíkt.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XVII
ISSN: 
  • 1670-8725
ISBN: 
  • 978-9935-424-21-1
Samþykkt: 
  • 10.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26378


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ANNAD_SigrúnSigurðardóttir_SigríðurHalldórsdóttir.pdf463.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna