is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26381

Titill: 
  • Máttur tónlistar : áhrif tónlistarmeðferðar á börn með dæmigerða einhverfu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tónlist er stór hluti af daglegu lífi manneskjunnar. Á hverjum einasta degi upplifum við tónlist, á einhvern hátt, einhvers staðar í lífinu og oftar en ekki hreyfir tónlistin við okkur tilfinningalega. Við heyrum tónlist í útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndahúsum, á skemmtistöðum, á veitingahúsum, í kjörbúðum og svo mætti lengi telja. Það er því óhætt að segja að hún sé órjúfanlegur hluti mannlegs samfélags. Maðurinn hefur fundið sig knúinn til þess að búa til tónlist frá örófi alda. Það kemur okkur þess vegna ekki á óvart að í augum flestra er tónlistin ánægjuleg reynsla, hvort sem viðkomandi skapar tónlistina eða nýtur þess að hlusta á hana. Oft er talað um tónlistina sem tungumál sem allir skilja. Hún er án landamæra og sameinar fólk frá ólíkum menningarheimum. Síðastliðin ár hefur vaknað meiri áhugi á því að nota tónlistina formlega og óformlega í meðferðarskyni. Tónlistarmeðferð (e. music therapy) er eitt þeirra meðferðarúrræða sem hefur sótt í sig veðrið í seinni tíð og ljóst er að hugtakið hefur öðlast trúverðugan sess í umræðunni. Meðferðin hefur fyrst og fremst verið notuð til þess að vinna með einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með samskipti við aðra. Hér í þessari ritgerð verður lögð áhersla á að skoða mikilvægi og áhrif tónlistar á manneskjuna. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að skoða gildi tónlistar sem meðferðarrúrræði fyrir börn sem greind eru með dæmigerða einhverfu. Reynt verður að komast að því hvort tónlistin geti á einhvern hátt bætt samskiptafærni og tjáningargetu þeirra barna.

Samþykkt: 
  • 14.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAloka29mai-1.pdf608,68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna