Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26384
Ríkisstarfsmenn meðhöndla mikið magn upplýsinga við sín daglegu störf. Efnislegt form upplýsinganna er ólíkt, þær eru skriflegar, munnlegar, sem og verða starfsmenn áskynja um hluti sem þeir geyma í hugum sér bæði meðvitað og ómeðvitað. Allt geta þetta verið viðkvæmar upplýsingar sem varða ólíka hagsmuni; einkahagi einstaklinga, almannahagsmuni og þjóðaröryggi svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir að margvís ákvæði séu í lögum og reglugerðum um takmarkanir á miðlun upplýsinga, eru ekki til sérstök íslensk lög sem kveða á um staðlaðar lágmarksöryggisráðstafanir varðandi meðhöndlun upplýsinga sem gilda þvert á stjórnsýsluna. Í erindinu verða kynntar helstu niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem gerð var á meðferð trúnaðarupplýsinga meðal stjórnsýslustofnana sem fara með öryggis- og löggæslumál. Áhersla verður sérstaklega á fræðslu til handa ríkisstarfsmönnum um meðferð trúnaðarupplýsinga, öryggisvitund, og kvaðir bæði starfsmanna og stofnana. Þó ríkisstarfsmenn séu bundnir lagalegri þagnarskyldu og trúnaði, bentu helstu niðurstöður til þess að fræðslu um öryggisráðstafanir og meðferð trúnaðarupplýsinga skorti á öllum stigum, fyrir nýráðna, jafnt sem símenntun eldri starfsmanna. Brýn þörf er á vitundarvakningu varðandi rétta og örugga meðferð viðkvæmra upplýsinga innan stjórnsýslunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
FELMAN_KristínGuðmundsdóttir_JóhannaGunnlaugsd.pdf | 400.83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |