is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26387

Titill: 
 • Ég held að Ísland hafi verið stóri lottóvinningurinn. Upplifun ættleiddra einstaklinga erlendis frá af því að alast upp á Íslandi
 • Titill er á ensku I believe Iceland was the big lottery-win
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna upplifun ættleiddra einstaklinga erlendis frá á því að alast upp á Íslandi svo og hvort viðmælendur teldu þörf á því að fagaðili á borð við félagsráðgjafa sérmenntaði sig í málefnum ættleiddra til að geta veitt þeim stuðning. Þá var einnig spurt hvort viðmælendur hefðu viljað að kjörforeldrar þeirra væru sér meðvitaðir um ákveðna þætti í uppvexti þeirra sem þeir voru ekki, og einnig hvort menningu, hefðum og siðum upprunalands þeirra hefði verið haldið að þeim.
  Rannsóknin er gerð með eigindlegri rannsóknaraðferð og voru viðtöl tekin við átta viðmælendur sem allir eru ættleiddir erlendis frá og eru komnir yfir tvítugt. Viðmælendur eru frá þremur mismunandi upprunalöndum og voru eins til sjö mánaða við ættleiðingu. Viðtölin voru tekin í september og október 2016.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að viðmælendur eru flestir ánægðir með að hafa alist upp á Íslandi og telja að kjörforeldrar sínir hafi tekið rétt og vel á þeim málum sem upp komu og tengdust ættleiðingu þeirra. Þá telja viðmælendur að kjörforeldrar sem nú á tímum ættleiða börn standi frammi fyrir meiri vanda en þeirra eigin foreldrar og kemur þar tvennt til. Annars vegar að börn eru nú orðin mun eldri við ættleiðingu en áður var og því búin að mynda tengsl og eignast minningar í upprunalandi og hins vegar að veraldarvefurinn er upplýsingaveita þar sem börn geta sjálf sótt upplýsingar áður en að þau eru tilbúin til að meðtaka þær.
  Þátttakendur höfðu ekki nýtt sér aðstoð fagfólks vegna ættleiðingar sinnar en töldu þörf á slíkum aðila, ekki síst þegar litið er til hækkandi aldurs barna á síðustu árum þegar að þau eignast íslenska kjörforeldra.
  Efnisorð: fullorðnir ættleiddir, ættleidd börn, sjálfsmynd ættleiddra, ættleiðingar, að ættleiða, að vera ættleiddur.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study is to investigate how international adoptees in Iceland experience being raised in Iceland and furthermore whether they think that social workers who specialize in adoption issues are needed. In addition the respondents were asked whether their adoptive parents might have approached their upbringing differently. They were also asked if they had been introduced to the culture of their birth country by their adoptive parents.
  The method of the study is qualitative research, and interviews were conducted with eight international adoptees who are now over twenty years of age. The interviewees come from three different countries of origin and were one month to seven months old at adoption. The interviews were taken in September and October 2016.
  This study finds that most of the participants enjoyed growing up in Iceland and think that their adoptive parents did well in bringing them up. They also think that adoptive parents today face more problems than their parents did. Firstly because children are older at adoption today then they were and have formed attachments in their country of origin and secondly because the internet provides a resource where the children themselves can gather information without parental supervision even if they are not mature enough to process the information they find.
  The participants had no experience receiving assistance from social workers or other specialists with issues stemming from their adoption but agreed that such assistance would be needed today because of the changed circumstances.
  Key words: adult adoptees, adopted children, adoption, adoptive families, coping with adoption, self-identity.

Samþykkt: 
 • 22.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26387


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing ks.jpg1.49 MBLokaðurYfirlýsingJPG
kristin_skjaldardottir_skemman_2.pdf637.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna