is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26388

Titill: 
 • Forsjársviptingar í barnaverndarmálum, með hagsmuni barns að leiðarljósi
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hefur forsjársviptingum í barnaverndarmálum fjölgað hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna helstu ástæður fyrir forsjársviptingu á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2015. Einnig var markmiðið að kanna á hvern hátt hagsmunir barns eru hafðir að leiðarljósi í málsmeðferð í samræmi við ákvæði barnaverndarlaga um réttindi barns. Ekki hafa áður verið gerðar rannsóknir á slíku viðfangsefni hér á landi. Rannsóknin hefur því hagnýtt gildi sem getur opnað á umræðu um aðstæður og málefni barna í forsjársviptingarmálum. Með auknum skilningi og umræðum er hægt að leggja grunn að tillögum til úrbóta sem stuðlar að minni tilfinningalegum skaða sem barn verður fyrir í langri málsmeðferð. Aukinn skilningur á áhrifum forsjársviptingar á börn gæti hjálpað fagfólki að vinna með slíkar aðstæður. Við gerð rannsóknarinnar var notast við eigindlega innihaldsgreiningu þar sem innihaldsgreindir voru allir birtir Héraðs- og Hæstaréttardómar í forsjársviptingum í barnaverndarmálum á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. desember 2015. Niðurstöður sýna fram á að helstu ástæður fyrir forsjársviptingu á tímabilinu sem rannsakandi skoðaði voru áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra eða í 40,7% tilfella. Málsmeðferð frá upphafi barnaverndarmáls til forsjársviptingar getur oft tekið langan tíma en niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að meðaltími málsmeðferða var fjögur ár. Niðurstöður sýndu að hagsmunir barna voru hafðir að leiðarljósi við málsmeðferð varðandi forsjársviptingu þótt ekki bæri mikið á þátttöku þeirra, en einungis tíu börn af 38 fengu talsmann samkvæmt gögnum rannsakanda. Með tilkomu barnaverndarlaga nr. 80/2002 og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins má samt greina að þátttaka barna hefur aukist á undanförnum árum í málum sem þau varða.
  Lykilorð: Forsjársvipting, barnavernd, þátttaka, hagsmunir, vernd.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years the number of custody suspensions in childcare cases has increased in Iceland. The aim of this study was to explore the grounds for such suspensions during the period from January 1st 2008 until December 31st 2015. An additional aim was to examine in what manner the interest and rights of the child, as expressed in child protection laws, were observed in this process. No study to date has focused on this process here in Iceland. The practical value of this study is therefore obvious and it can aid in the discussion and help us to better understand the situation of children subjected to this process. A better understanding and a more focused debate can also help lay a foundation for a better process that reduces the emotional damages suffered by children exposed to an extensive custody debate. By increasing the knowledge of what the effects of custody debates are on children we can better help professional aid and social workers in their jobs. This study is based on qualitative content analysis of lower- and Supreme Court custody rulings during the period in question. The results show that the main causes for custody suspension during the period were alcohol and/or drug abuse of the parents. This was the case in 40,7% of cases. The period from the time that the case is brought to the attention of the childcare authorities until a final court ruling is often long, on average four years. The results indicate that the child’s interests and rights were protected in the process although the child’s participation in the proceedings was usually limited. Interestingly, the records show that only ten of the 38 children in question were appointed a representative during the proceedings. Nonetheless, there is a tendency for more such appointments after the passing of the Child protection act nr. 80/2002 and with the passing of the UN agreement on children’s rights.
  Key words: Custody suspension, child protection, participation, interest protection.

Samþykkt: 
 • 22.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Untitled.png373.68 kBLokaðurYfirlýsingPNG
Forsjársviptingar%20í%20barnaverndarmálum%20með%20hagsmuni%20barns%20að%20leiðarljósi%20(1)%20(8).pdf3.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna