is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26391

Titill: 
 • Fjölþættur vandi barna: Baráttan um úrræði
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Aukin umræða hefur verið undanfarin ár á starfsvettvangi fagaðila sem vinna að málefnum barna sem glíma við fjölþættan vanda. Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi með það meginmarkmið að fjalla um málefni þessara barna út frá sjónarhorni barnaverndarstarstarfsmanna. Rannsóknin hefur hagnýtt gildi og geta niðurstöður bætt þekkingu á þeim kerfislæga vanda sem við er að glíma í þessum málaflokki og stuðlað að bættri þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar er því að skilgreina hugtakið fjölþættur vandi, greina ákvarðanatökuferlið og skoða hvernig samvinnu er háttað við aðrar stofnanir í því ferli. Í rannsókninni var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum þar sem tekið var eitt rýnihópaviðtal og fimm eigindleg viðtöl. Fyrirbærafræðileg nálgun var notuð við greiningu gagna, þar sem sérstaklega var stuðst við Vancouver-skólann. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ekki sé notuð stöðluð skilgreining á fjölþættum vanda hjá barnaverndarnefndum. Þær sýna að einstaklingur með fjölþættan vanda er skilgreindur þannig að hann glími við geðraskanir, þroskaraskanir og hegðunarvanda og þurfi því stuðning frá fleiri en einu kerfi. Vísbendingar eru um að þessi mál séu með þeim þyngstu sem barnaverndarnefndir fást við, og þá sérstaklega ef barnið glímir einnig við vímuefnavanda. Barnaverndarnefndir nýta sér í auknum mæli einkarekin úrræði vegna skorts á viðeigandi úrræðum á vegum ríkis og sveitarfélaga fyrir börn með fjölþættan vanda. Ákvarðanatökur í þessum málum geta reynst erfiðar vegna úrræðaleysis og fjárskorts í heilbrigðis- og félagsmálakerfinu. Þessir þættir koma niður á starfsemi barnaverndarnefnda með þeim afleiðingum að úrræðaleit verður erfið. Þar af leiðandi myndast togstreita milli þeirra stofnana sem koma að máli barnsins sem eru oftast nær barnaverndarnefnd og barna- og unglingageðdeild. Niðurstöður sýna að samvinna barnaverndarstarfsmanna í þessum málum felst í því að vinna með öðrum stofnunum og fagaðilum sem veita þessum börnum þjónustu, auk barnsins og foreldrum þess. Ýmsar vísbendingar eru um að samvinna og þverfaglegt samstarf gangi betur í smærri sveitarfélögum þar sem meiri nálægð er á milli stofnana og fagaðila.
  Efnisorð: Félagsráðgjöf, fjölþættur vandi, barnavernd, ákvarðanatökuferli.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years there has been increased debate among professionals that work with the affairs of children regarding co-occurring disorder (COD). This research is the first of its kind in Iceland with the objective to cover the affairs of children with COD, from the perspective of the child protection worker. The study has practical value and the findings might increase knowledge in the systematic problems facing these affairs along with improving services to these children and their families. The purpose of this study is to define the meaning of the concept COD, analyse the decision-making process and the cooperation between respective agencies. The study was conducted by using qualitative research methods, with one focus group interview and five qualitative interviews. A phenomenological approach was used to analyse the data, specifically the Vancouver-school approach. The results of this study show that child protection services (CPS) does not use a standardized definition of the concept COD. They show that child protection workers define COD as an individual who is contended with mental-, developmental- and conduct disorders and therefore the problems are too diverse to be handled by one system. The results suggest that these cases are among the heaviest to handle in CPS, especially if the child also has a substance abuse problem. CPS are more frequently utilizing privately run resources because of the lack of appropriate resources under the auspice of the government and the commune for children with COD. Decision-making in these cases can be difficult because of the lack of resources and funding in the public health care and the social welfare system. These two elements recoil upon the operations of CPS and make resource utilization decisions more difficult. That leads to conflict between the agencies that consult in the affairs of the child, often between CPS and the children’s mental institution. The results show that cooperation is inherent in working with different institutions and professionals that provide services for these children, in addition to be working with the child and its parents. Several indicators show that cooperation and interdisciplinary collaboration seem to have greater efficiency in smaller municipalities, where there is closer proximity between institutions and professionals.
  Keywords: Social work, co-occurring disorder, child welfare, decision-making process

Samþykkt: 
 • 22.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
scan.pdf443.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Salbjörg%20Tinna%20Isaksen%20PDF.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna