en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26392

Title: 
  • Title is in Icelandic Félagsráðgjöf og fóstureyðingar. Fóstureyðingarráðgjöf félagsráðgjafa 1975-2016
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsókn þessi fjallar um störf félagsráðgjafa sem sinna fóstureyðingarráðgjöf á kvennadeild Landspítalans. Áhersla var lögð á að skoða hvað felst í starfi þeirra, hvaða breytingar þeir myndu vilja sjá á fóstureyðingarlöggjöfinni og hvaða þróun hefur orðið á starfi þeirra. Markmiðið var því að kortleggja þróun á starfi, breytingar á löggjöf og starfið sjálft. Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á þær breytingar sem hafa orðið á starfi félagsráðgjafa sem sinna og hafa sinnt fóstureyðingarráðgjöf við Landspítalann á árunum 1975 til 2016. Við rannsóknina var eigindlegum aðferðum beitt en tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sjö þátttakendur. Notast var við viðtalsvísi til að tryggja að svör við rannsóknarspurningum kæmu fram. Reynt var að fá þátttakendur til að spanna það tímabil sem var til skoðunar en rannsakandi náði ekki tali af félagsráðgjöfum sem voru starfandi á árunum 2007 til 2011. Helstu niðurstöður rannsóknar eru þær að hæg þróun hefur verið á starfi félagsráðgjafa frá árinu 1975 og til dagsins í dag. Helsta breytingin er að símtalið þegar konur hringja og panta tíma hjá félagsráðgjafa er orðið að fyrsta viðtali sem nýtt er til að skima eftir þeim konum sem þurfa á ráðgjöf að halda og svo hins vegar lyfjaleiðin sem nú er í boði fyrir konur. Viðmælendur töldu lyfjaleiðina vera mikilvæga í ljósi þess að hún einfaldar ferlið fyrir konur, þær sleppa við svæfingu og aðgerð og einnig í ljósi þess að þeir telja lyfjaleiðina vera auðveldari fyrir konur tilfinningalega séð. Aðrar mikilvægar niðurstöður eru að allir viðmælendur voru sammála um að breytingar þyrftu að verða á löggjöf um fóstureyðingar og voru sammála um að fóstureyðingar ættu að vera gerðar að ósk kvenna fram að ákveðnum tíma. Draga má þær ályktanir út frá niðurstöðum að félagsráðgjafar sem starfa við kvennadeild Landspítalans við fóstureyðingarráðgjöf sinni starfi sínu vel og hafi frá upphafi boðið upp á góða þjónustu. Einnig skein það í gegn í viðtölunum að félagsráðgjöfum er mjög umhugað um starf sitt, um konurnar sem þeir töluðu við og almennt um réttindi kvenna til fóstureyðinga.
    Lykilorð: fóstureyðingar, félagsráðgjöf, fóstureyðingarráðgjöf, réttur til fóstureyðinga, heilbrigðisfélagsráðgjöf.

  • This study focuses on the jobs of social workers providing abortion counseling in the women‘s department at the Landspítali University Hospital. The main focus of the study is the work the social workers do, what changes they would like to see regarding the abortion laws and the evolution abortion counseling has undergone. The aim was to map the evolution of abortion counseling, the changes regarding the abortion laws and the work of the social workers. The purpose was to find out what changes have occured regarding abortion counseling and the work of the social workers from 1975 to 2016. Qualitative research methods were used to perform this study. Seven semi-structured interviews were performed on social workers previously and currently employed at the women‘s department. The researcher used an interview guide to make sure that every participant would have the same questions and would therefore answer the main research questions. The researcher tried to cover the whole period (1975 to 2016) but wasn‘t able to reach social workers who worked at the women‘s department between 2007 and 2011. The study revealed that the evolution on social workers abortion counseling has been slow from 1975 until today. The major development is regarding the phone call women make to book a consultation. Before, every woman had to meet with a social worker but now the phone call counts as the first consultation and is used by the social workers to screen for women who need further consultation. The other major development is the medical abortion which has been available in Iceland since 2006. Social workers mentioned it because they think medical abortion is easier than the surgical abortion both for women‘s bodies and for their emotions. Additionally, all the participants mentioned they would like to see some changes in the abortion laws and all agree that abortions should be done on a woman‘s request but within a certain time limit. The results indicate that the social workers providing abortion counseling at the women‘s department are doing a great job and have from the beginning provided good service. While taking the interviews the researcher noticed how much the social workers care about their job, their clients and about women‘s abortion rights.
    Keywords: abortion, social work, abortion counseling, abortion rights, social work in hospitals, clinical social work.

Accepted: 
  • Nov 22, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26392


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis.pdf516.43 kBLockedYfirlýsingPDF
LOKA - MA - Sædís Ösp Valdemarsdóttir- yfirfarið.pdf947.83 kBOpenHeildartextiPDFView/Open