Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/26393
Töluverð fjölgun er í hópi aldraðra og mun aukast enn meira næstu áratugi. Aldraðir koma meira að málum sínum í dag en áður fyrr og áhrifa þeirra gætir í auknu mæli í samfélaginu. Í stefnumótun Reykjavíkurborgar er áhersla lögð á að aldraðir hafi tækifæri til að koma með tillögur að félagsstarfi sem hentar þeim. Gert er ráð fyrir að eldri borgarar séu virkir þátttakendur og hafðir með í ráðum. Í þessari rannsókn var markmiðið að fá fram reynslu og upplifun eldri borgara af þátttöku þeirra í notendaráði. Leitað var svara við eftirfarandi spurningum: Hver er reynsla eldri borgara af notendaráði? Upplifa eldri borgarar að þeir hafi áhrif á ákvarðanir og að á þá sé hlustað? Til að svara megin rannsóknarspurningum var eigindleg rannsóknaraðferð notuð við gagnasöfnun og úrvinnslu gagna. Hálfstöðluð viðtöl voru tekin við sjö eldri borgara sem eru í notendaráði í félags- og þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Helstu niðurstöður benda til þess að reynsla eldri borgara af notendaráði sé sú að þeir fái félagskap þar sem fólk hittist reglulega og spjallar saman. Að auki telja þeir sig vera upplýstari um það sem er að gerast í félagsstarfinu. Fram kom að flestir telja sig hafa einhver áhrif þegar kemur að ákvörðunum en mismikil. Eldri borgarar í notendaráði upplifa að þeir fái hlustun hjá þeim ráðgjöfum eða forstöðumönnum sem sjá um félagsstarfið en skiptar skoðanir voru á því hvort hlustað væri á málefni viðmælenda hjá Reykjavíkurborg.
The number of elderly people is increasing significantly and will increase even more over the coming decades. The elderly are more involved in their affairs than before and their influence is increasingly felt in the community. The policy-making of the City of Reykjavík focuses on giving the elderly an opportunity to propose social activities which suit them. It is assumed that senior citizens are active participants and included in discussions. The objective of this study was to look at senior citizens’ experience of their participation in the Users Council. Attempts were made to answer the following questions: What is the experience of senior citizens from the Users Council? Do senior citizens feel that they influence decisions and that their views are heard? To answer the main research questions, a qualitative research method was used for data collection and processing of data. Semi-structured interviews were conducted with seven senior citizens who are members of the Users Council in social service centers of the City of Reykjavík. The main findings indicate that senior citizens’ experience of the Users Council is that they provide company where people meet regularly and chat. Moreover, they consider themselves better informed about social activities and events. The majority believe they have some influence when it comes to decisions but to various degrees. Senior citizens in the Users Council feel that their views are heard by the counsellors or directors that oversee the social activities, however there were diffrent opinions among the interviewees whether their affairs were heard by the City of Reykjavík.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
scan0001.pdf | 315.49 kB | Locked | Yfirlýsing | ||
MA lokaskjal..pdf | 839.42 kB | Open | Heildartexti | View/Open |