is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26394

Titill: 
 • „Svona gerum við, svona hefur þetta alltaf verið“ Sumardvöl í sveit sem úrræði félagsmála- og barnaverndaryfirvalda Reykjavíkurborgar
 • Titill er á ensku “This is how we do it, this is how it has always been done“ Reykjavik´s social- and child protective services´ resource ´Summer placements in the countryside´
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sumardvalir barna í sveit eiga sér langa hefð í íslensku samfélagi og hafa félagsmála- og barnaverndaryfirvöld í Reykjavík um árabil haft milligöngu um að börn fari í sveit auk þess sem eitt hlutverk barnaverndarnefnda var að hafa eftirlit með sveitaheimilunum.
  Rannsóknin er hluti af rannsókninni „Óháður flutningur íslenskra barna á 20. öldinni“ og er þverfræðileg rannsókn gerð á tímabilinu 2015-2017. Markmið rannsóknarinnar var að fanga upplifun og reynslu fagfólks, sem starfaði á vegum félagsmálayfirvalda og barnaverndarnefndar í Reykjavík árin 1970-2015, á úrræðinu sumardvöl í sveit. Sérstaklega var skoðað hvaða þættir lágu til grundvallar því að fagfólk tók ákvörðun um sveitadvöl barns og hvernig ákvörðun var tekin um sveitaheimili. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt. Tekin voru sex einstaklingsviðtöl og tvö rýnihópaviðtöl við fagfólk sem hafði reynslu af úrræðinu á rannsóknartímabilinu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að tengsl foreldra við félagsmálayfirvöld eða barnaverndarnefnd hafa verið skilyrði fyrir því barn fór í sumardvöl, óháð því hvaða tími er skoðaður. Þá bendir rannsóknin til þess að fagfólk treysti á að það eftirlit sem unnið var í umdæmi sumardvalarinnar hafi verið fullnægjandi. Þá benda niðurstöður til þess að eftirlit hafi ekki verið eins og tilgreint var í reglugerð. Ítrekað kom fram mikilvægi þess að tala við börnin og að fagfólk hafi mátt vera markvissara í því. Nokkuð var um að viðmælendur höfðu jákvæða reynslu af sumardvöl barna en upplifun þeirra af reynslu barnanna var að hún hafi verið misjöfn. Áhrif iðnvæðingar hefur sett mark á sumardvalir þar sem vélvæðingin leiddi til aukinnar hættu og minna varð við að vera.
  Rannsóknin getur gefið vísbendingar um gæði úrræðisins og hvort að sveitadvöl eigi rétt á sér í samtímanum. Þá getur hún einnig veit innsýn í hvort þörf sé á breytingum í verklagi fagfólks við ákvarðanatöku eða faglegu starfi því tengdu.
  Efnisorð: Sumardvöl í sveit, fagfólk, félagsráðgjöf, félagsmálayfirvöld, barnavernd.

 • Útdráttur er á ensku

  Summer placements of children in the country has a long tradition in Icelandic society. Ever since the opening of The Social Institute of Reykjavik in 1968 Social Services, Child Protective Services have mediated the placement of children in the countryside. In addition, the supervision of these households has been one of the many roles of Child Protective Services. The objective of the study was to capture the experience of professionals, who worked on behalf of the Social Welfare System and in Child Protective Services in Reykjavik during the years 1970-2015, on placing children for the summer in the countryside as a child protection resource. The main focus was on the decision making and reasoning for placing a child, away from its family, in a home in the countryside. Qualitative methods were used where, six individual interviews and two focus group interviews with professionals, who all had experience of the resource, were taken. This research is a part of the research "Independent Child Migration in the 20th century Iceland" which is an interdisciplinary study conducted from 2015 to 2017. The results of the study showed that a relation between the parent and either the Social Services or the Child Protective system has been considered a precondition for placing a child in the countryside, regardless of what time period was examined. The study suggests that professionals trust that the supervision carried out in the district of the country homes is adequate. However, it seems that the supervision is not carried out as specified in regulations. Furthermore, the importance of talking to the children and how the professionals should have been more effective in doing so, came up recurrently. Overall, the participants had a positive experience of the resource and believed, based on the children’s experience that it had been differential. The effect of industrialization has left its mark on the resource: as mechanization led to a higher risk at the countryside and less for the children to do.
  The study may give an indication of the resource quality and its validity today. It can also provide an insight into the need for changes in the procedure for professionals or professional work practices.
  Key words: Summer placements of children in the country, professionals, social work, social services, child protection.

Samþykkt: 
 • 22.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Lilja Björk Guðrúnardóttir.jpg1.03 MBLokaðurYfirlýsingJPG
Lilja%20Björk%20Guðrúnardóttir%20MA%20ritgerð.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna