en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2639

Title: 
  • Title is in Icelandic De la muerte al marianismo: Temas fundamentales de Rotorno 201 y Amores perros de Guillermo Arriaga
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um smásagnasafn mexíkóska rithöfundarins Guillermos Arriaga, Retorno 201, og kvikmyndina Amores perros sem Arriaga skrifaði handritið að en Alejandro González Iñarritu leikstýrði. Ritgerðinni er skipt í nokkra kafla þar sem rýnt er í smásagnasafnið og kvikmyndina út frá ólíkum umfjöllunarefnum þeirra. Í fyrsta lagi er fjallað um dauðann með hliðsjón af fjórum sögum úr Retorno 201 en dauðinn er eitt aðalumfjöllunarefni Arriaga í bókinni. Sögurnar eru greindar út frá hugmyndum Octavios Paz um dauðann og hvaða hlutverki hann gegnir í mexíkóskri menningu. Einnig eru hafðar til hliðsjónar smásögur Juans Rulfo og kenningar sem fræðimenn hafa sett fram um þær en dauðinn er gjarnan í aðalhlutverki hjá Rulfo. Í öðru lagi er fjallað um Amores perros og ofbeldið sem birtist þar. Í myndinni eru sagðar þrjár sögur sem tengjast saman í bílslysi sem sýnt er í upphafsatriði myndarinnar. Í öllum sögunum er ofbeldið allsráðandi en á ólíkan hátt og eru sögurnar greindar út frá kenningum Ariels Dorfman um mismunandi „tegundir― ofbeldis sem birtist í rómönsk-amerískum bókmenntum. Í þriðja lagi er fjallað um þrjár sögur úr Retorno 201, aðrar en þær sem fjallað var um í fyrsta hluta ritgerðarinar, út frá kenningum um „machismo― og „marianismo―, þ.e. út frá kenningum í kynjafræði. Jafnframt er fjallað um Amores perros út frá sömu kenningum og sögur og persónur myndarinnar greindar með hliðsjón af þeim. Smásögurnar og kvikmyndin eru settar í samhengi við hlutverk spænska landnemans Hernáns Cortés og indíánakonunnar La Malinche í sögu Mexíkó en þau áttu í ástarsambandi. Einnig er stuðst við greiningar kvikmyndafræðinga á Amores perros og rýnt í texta og stíl smásagnanna. Í ritgerðinni er fjallað um höfundarverk Guillermos Arriaga og með því búinn til bakgrunnur bæði fyrir umfjöllun um Retorno 201 og Amores perros. Auk þess er myndin sett í samhengi við sögu kvikmyndagerðar í Mexíkó sem hefur vaxið fiskur um hrygg á undanförnum árum.

Accepted: 
  • May 14, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2639


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
bafin1_fixed.pdf430.53 kBOpenHeildartextiPDFView/Open