is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/264

Titill: 
  • Útivist, útikennsla, frímínútur : hugmyndir um aukna útivist í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar B.Ed ritgerðar er að skoða hvað hægt er að gera til að auka hreyfingu og útivist í grunnskólum. Til þess að komast að því hversu hreyfing er mikilvæg fyrir börn er byrjað á að fjalla um hreyfiþroska þeirra frá fæðingu til 6 ára aldurs. Fleiri þættir en líkamlegir hafa áhrif á hreyfiþroska barna t.d. áhrif umhverfis og foreldra. Þar sem kyrrseta og minni hreyfing er algengt vandamál hjá börnum nú til dags er mikilvægt að grunnskólar hugi að aukinni hreyfingu og útivist í skólastarfinu. Tekin voru viðtöl við skólastjórnendur og kennara í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu sem að vinna að útivistarstefnu. Þessir skólar voru með margar frábærar hugmyndir um hreyfingu og útivist í skólastarfinu. Niðurstaðan úr viðtölunum er sú að með aukinni hreyfingu og útivist nemenda eru nemendur áhugasamari um viðgangsefnin, þeir eru einbeittari og skila betri námsárangri. Notaðar eru mismunandi kennsluaðferðir til þess að koma til móts við þarfir allra nemenda.
    Í ritgerðinni má finna hugmyndir um hvernig hægt er að skipuleggja frímínútur með það í huga að allir nemendur séu virkir og fái þá hreyfingu sem þeir þurfa. Finna má hugmyndir um hvernig hægt er að nota útikennslu í flestum námsgreinum. Einnig eru hugmyndir um hvað hægt er að gera á útivistardögum. Að lokum er umræða varðandi mikilvægi þess að auka hreyfingu og útivist nemenda í grunnskólum.
    Anton Bjarnason lektor við Kennaraháskóla Íslands veitti okkur faglega ráðgjöf við ritgerðina og viljum við nota tækifærið og þakka honum fyrir.

Samþykkt: 
  • 21.6.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf342.46 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna