is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26400

Titill: 
 • Samkeppnin við snjallsímana. Hefur snjallsímanotkun áhrif á tengslamyndun foreldra og barna að mati fagaðila í ung- og smábarnavernd?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að vekja athygli á snjallsímanotkun foreldra og hvernig hún getur haft áhrif á tengslamyndun foreldra og barna að mati fagaðila í ung- og smábarnavernd. Jafnframt var ákveðið að kanna hvort þörf væri fyrir frekari fræðslu til foreldra varðandi snjallsímanotkun. Við vinnslu þessarar rannsóknar var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt. Þátttakendur voru tíu hjúkrunarfræðingar sem allir starfa á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins.
  Helstu niðurstöður sýna fram á að miklar breytingar hafa orðið á samskiptum í kjölfar snjallsímans, bæði hvernig þau fara fram og hvernig snjallsími hefur áhrif á samskipti sem eiga sér stað hér og nú. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að snjallsímanotkun foreldra geti haft áhrif á tengslamyndun foreldra og barna. Það á einkum við í aðstæðum þar sem foreldri er andlega fjarverandi sökum snjallsímanotkunar. Slíkar aðstæður geta leitt til þess að barn finni fyrir óöryggi og jafnvel höfnun sem getur haft áhrif á þroska þess. Í nútímasamfélagi eru miklar kröfur og áreiti sem rekja má til snjallsíma og samfélagsmiðla. Þetta getur haft áhrif á samverustundir fjölskyldna. Það er von rannsakanda að niðurstöður þessarar rannsóknar geti orðið hvatning til frekari rannsókna á áhrifum snjallsímanotkunar foreldra á tengslamyndun foreldra og barna. Það er ályktun rannsakanda að auka þurfi meðvitund um snjallsímanotkun í samfélaginu.
  Lykilhugtök: Snjallsímanotkun, samskipti, tengslamyndun, áreiti, kröfur, meðvitund.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to draw attention to smartphone use by parents and get the perspective from professionals who work in infant and child health care on how it can affect attachment between parents and children. It was also decided to explore whether there is a need for more information for parents regarding smartphone use. Qualitative research methods were applied in the process of this study. Participants were ten nurses who work in health regions all over Reykjavík.
  The main results show that communication have changed with the arrival of smartphone, both how they perform and how the smarphone affects communication taking places here and now. Results of the study indicate that parents smartphone use can influence attachment between parents and children. This is particularly in situations where the parent is emotionally absent due to smartphone use. It can lead to the child feeling insecure and even rejected, which can affect the child's development. In modern society, there are high demands and stimules due to smartphones and social media. This can affect the time that the family has together to enjoy the moment. It is the researcher's hope that this study becomes motivation for further researches on the impact of parent's smartphone use on attachment between parents and children. It is the researcher's assumption that there is a need to increase awarness about smartphone use in the community.
  Key words: Smartphone use, communication, attachment, stimuli, demands, awareness.

Samþykkt: 
 • 22.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.jpg101.39 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Samkeppnin við snjallsíma..pdf663.94 kBOpinnPDFSkoða/Opna