Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26404
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf félagsráðgjafa til umræðu um kynlíf og kynheilbrigði í vinnu sinni með hjónum og pörum. Kannað var hvort félagsráðgjafar sáu kosti við að ræða þau mál og hvort þeim þætti eitthvað koma í veg fyrir umræðuna. Kynlíf spilar stóran þátt í lífi flestra para og því er mikilvægt að ekki sé litið fram hjá þeim þætti þegar hjónum og pörum er veitt ráðgjöf. Kynlíf getur verið feimnismál og sumum reynist erfitt að ræða það. Þekking er einn þáttur sem gerir umræðuna auðveldari fyrir fagaðila og því ætti hún að vera partur af þekkingargrunni félagsráðgjafa. Markmiðið var því einnig að kanna hvort félagsráðgjöfum þætti þekking sín næg til þess að nálgast málefnið og hvort þeir teldu hana koma úr félagsráðgjafarnáminu.
Rannsóknin var framkvæmd eftir eigindlegum aðferðum og er byggð á viðtölum við sex starfandi félagsráðgjafa sem annað hvort í sínu aðalstarfi eða aukastarfi vinna með hjónum og pörum. Niðurstöður sýndu að viðhorf félagsráðgjafa til umræðu um kynlíf og kynheilbrigði í vinnu sinni með hjónum og pörum var almennt gott. Kostir umræðunnar voru þeir að hún gat leitt til jákvæðra breytinga í parsambandi. Niðurstöður gáfu ekki til kynna að eitthvað kæmi í veg fyrir umræðuna. Félagsráðgjafarnir töldu þekkingu sína vera næga en höfðu þó orð á því að hún mætti vera meiri. Í félagsráðgjafarnáminu fengu þeir litla sem enga kennslu um kynlíf og kynheilbrigði en þeir sögðu þekkingu sína ýmist komna úr öðru námi eða þeir höfðu sótt sér þá þekkingu sjálfir.
The aim of this research was to explore social worker´s attitudes and beliefs about discussing sex and sexual health with couples and married people. Social workers were asked about the positive aspects of discussing these matters and whether there was anything preventing the discussion from taking place. Sex is a big part of a couple’s life so it is important to address the matter. Sex can be a private issue and for some people it can be difficult to discuss. Knowledge is one factor which can make the discussion easier for professionals and should therefore be a part of their knowledge base. The aim was also to see if social workers thought they had the knowledge to approach the topic and if they thought they acquired that knowledge from their education or from elsewhere.
Qualitative methods were used in this research where six interviews were conducted. The interviewees were all graduated social workers who work with couples and married people mainly or part time. The results show that their attitudes and beliefs about discussing sex and sexual health to their clients were generally good. The benefits of discussing sex and sexual health was that it could lead to positive changes in a couple‘s relationship. The results did not indicate anything preventing the discussion from taking place. They thought their knowledge was adequate, but looking back thought they could benefit from having better education in sex and sexual health in the social work studies.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
anonym2031_doc04338720161122114228.pdf | 47.31 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA (1).pdf | 1.3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |