is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26407

Titill: 
 • Samstarf leikskólakennara og barnaverndrastarfsmanna á Akureyri. Upplifun og væntingar.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða samstarf leikskólakennara og barnaverndarstarfsmanna hjá Akureyrarbæ og rannsaka hvaða upplifun og væntingar þessar starfsstéttir hafa til samstarfsins sín á milli. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar. Tekin voru sjö viðtöl við starfsmenn Akureyrarbæjar, fjögur við leikskólakennara og þrjú við barnaverndarstarfsmenn.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplifun viðmælenda er að efla megi samstarf leikskólakennara og barnaverndarstarfsmanna á Akureyri og væntingar þeirra eru að samstarfið aukist. Rannsókn þessi hefur leitt í ljós að viðmælendurnir telja nánd við foreldra og vilja leikskólakennara til að leiðbeina foreldrum til að koma í veg fyrir tilkynningar vera helstu ástæðurnar fyrir fáum tilkynningum frá leikskólum til barnaverndar. Leikskólakennararnir upplifa skort á fræðslu um tilkynningarskylduna og barnaverndarstarfsmennirnir upplifa vanþekkingu og óöryggi meðal leikskólakennaranna. Viðmælendurnir hafa þær væntingar að fræðsla um tilkynningarskylduna og barnavernd verði aukin í námi leikskólakennara. Væntingar leikskólakennaranna eru að barnaverndarstarfsmennirnir verðu sýnilegri og samstarfið persónulegra. Barnavernd Akureyrarbæjar hefur lagt áherslu á aukið samráð við leikskóla Akureyrar síðan árið 2014 með því að hafa tengiliði frá barnavernd við leikskólana og virðast þeir vera að gera starfið persónulegra og upplifun viðmælenda af þeim er góð. Leikskólakennararnir upplifa lítið upplýsingaflæði frá barnavernd, að lokað sé á þá eftir að þeir hafa tilkynnt um mál þangað og gengið sé framhjá þeim sem fagmönnum. Barnaverndarstarfsmennirnir upplifa að þeir sitji ekki á neinum upplýsingum og velta fyrir sér hvort skortur sé á upplýsingaflæði innan leikskólanna. Viðmælendurnir voru sammála um að hafa leikskólakennara oftar með í gerð áætlunar, að opna mætti fleiri mál á tilkynningarfundi með leikskóla, barnavernd og foreldrum og halda mætti fleiri samráðsfundi.
  Lykilorð: Barnavernd, leikskóli, barnaverndarstarfsmaður, leikskólakennari, samstarf, barnaverndarlög, tengiliðir, upplýsingaflæði, upplifun, væntingar, tilkynningar.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study was to investigate collaboration between preschool teachers and the child protection workers of Akureyri and explore what experience and expectations these occupations have of that collaboration. The study relies on qualitative research methods. Seven interviews were conducted, four with preschool teachers in Akureyri and three with child protection workers.
  The main findings of the study showed that, in the respondants opinion, there is room to improve the collaboration between preschool teachers and child protection workers in Akureyri, and that the respondants expect improvement in that area in the future. The study has shown that the respondants consider closeness with parents and preshool teachers willingness to advise parents in order to avoid reporting neglect the main reason for why so few notifications of child abuse come from preschools. Preschool teachers expericence lack of education about the duty to report abuse and the child protection workers notice ignorance and insecurity in preschol teachers on these matters. The respondents expect that education and training about the duty to report and child protection in general will be increased in preschool teacher education in the future. The preschool teachers hope that child protection workers will become more visible and that the collaboration will become more personal. Since 2014 the Child Protection Agency of Akureyri has placed emphasis on increased collaboration with local preschools by having contacts from the agency at the prechools. They seem to be making the work more visible and the respondants experience with them is good. Preschool teachers experience limited flow of information from the Child Protective Agency and feel shut out after reporting, feeling that they are not respected as professionals. Child protection workers do not think they are withholding any information and wonder if there is a lack of information flow within the preschools. The respondents agreed that more cases could be opened at information meetings between The Child Protective Agency, preschools and parents, and that more collaborative meetings could be held.
  Keywords: Child protection, preschool, child protection worker, preschool teacher, collaboration, child protection laws, contacts, information flow, experience, expectations, notification.

Samþykkt: 
 • 22.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doc1.pdf124.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Samstarf leikskólakennara og barnaverndarstarfsmanna á Akureyri. Upplifun og væntingar..pdf744.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna