is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26408

Titill: 
 • Aldraðir og stjúptengsl. Stuðningur við aldraða í stjúptengslum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort aldraðir stjúpforeldrar á Íslandi fái stuðning frá uppkomnum stjúpbörnum sínum, og ef svo er, hvort munur sé á þeim stuðningi sem aldraðir foreldrar fá frá eigin börnum og stjúpbörnum.
  Öldruðum fer fjölgandi og gert er ráð fyrir því að sú þróun muni halda áfram en hérlendis býr stór hluti aldraðra á eigin heimili og margir fá einhvers konar þjónustu. Hið opinbera veitir formlega þjónustu og fjölskylda og vinir þess aldraða veita óformlega þjónustu í formi aðstoðar og stuðnings. Sýnt hefur verið fram á að það er óformlega aðstoðin sem gerir öldruðum kleift að búa lengur heima en þeir leita yfirleitt fyrst til fjölskyldunnar þegar þeir þurfa á aðstoð að halda.
  Lýðfræðilegar og samfélagslegar breytingar hafa átt sér stað undanfarna áratugi sem hafa áhrif á fjölskyldur, hlutverk þeirra og virkni. Eins hafa þessar breytingarnar haft áhrif á þá umönnun og aðstoð sem aldraðir fá frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Gildandi stefnur ríkis og sveitarfélaga ætla fjölskyldum stórt hlutverk í óformlegri þjónustu við aldraða en stefnurnar virðast ekki gera ráð fyrir fjölbreytileika fjölskyldna sem getur haft áhrif á þá aðstoð og þann stuðning sem aldraðir fá frá öðrum fjölskyldumeðlimum.
  Í rannsókninni var notast við gögn úr megindlegri rannsókn, „Aldraðir og fjölskyldusamskipti“, sem framkvæmd var af þeim dr. Sigrúnu Júlíusdóttur, Sigurveigu H. Sigurðardóttur og Valgerði Halldórsdóttur. Rannsóknin var framkvæmd á tímabilinu 2013–2016.
  Helstu niðurstöður eru þær að aldraðir stjúpforeldrar fá stuðning frá uppkomnum stjúpbörnum en hann er áberandi minni en sá stuðningur sem uppkomin börn veita eigin foreldrum.
  Lykilorð: aldraðir, fjölskyldur, stjúpfjölskyldur, formleg þjónusta, óformleg þjónusta, megindleg aðferð, stuðningur.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study is to examine whether Icelandic stepparents receive support from their grown stepchildren and if there is any difference between the support they receive from their own children and stepchildren.
  The population is growing older and it is expected that this trend will continue. Currently there are many elderly that still live in their own home and some of them receive some kind of home care. The government provides formal care while friends and family provide informal care. Studies have shown that it is the informal care that allows the elderly to live longer in their own homes but demographic and societal changes in recent decades have changed the inner workings of the family. These changes have also affected the informal care of the elder members of families. The existing government policies assume that families carry major role in taking care of the elderly but these same policies do not seem to allow for the diversity of families and have not taken the aforementioned changes into account.
  The study uses data from a large quantitative study, “Aldraðir og fjölskyldusamskipti”, which was conducted by Sigrún Júíusdóttir, Sigurveig H. Sigurðardóttir and Valgerður Halldórsdóttir. The study was conducted during the period 2013–2016.
  The results showed that the elderly receive some care from their grown stepchildren but it is considerably less than the care received from their own children.
  Keywords: elderly, families, stepfamilies, formal care, informal care, quantitative, support.

Samþykkt: 
 • 23.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26408


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YfirlysingMeistararitgerd.pdf9.81 MBLokaðurYfirlýsingPDF
Fyrir prentun copy.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna