is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26409

Titill: 
  • Vinnuálag í barnavernd. Mæling á vinnu barnaverndarstarfsmanna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með meistaraverkefni þessu var að kortleggja vinnuumhverfi og upplifun barnaverndarstarfsmanna á vinnuálagi í íslenskum sveitarfélögum. Verkefnið var gert í samstarfi við Barnaverndarstofu og sá hún um að senda matstækið út ásamt kynningarbréfi. Notuð var megindleg rannsóknaraðferð og það mælitæki sem notast var við var þróað í Gautaborg í Svíþjóð til þess að mæla vinnuálag í barnavernd. Rannsóknarspurningar voru eftirfarandi: Hversu mikið vinnuálag upplifa félagsráðgjafar og aðrir ráðgjafar í starfi sínu? Hver er meðalstigafjöldi barnaverndarstarfsmanna samkvæmt matstækinu? Hver er meðalmálafjöldi barnaverndarstarfsmanna á Íslandi?
    Mikilvægi rannsóknarinnar felst í því að ekki hafa áður verið aðgengilegar upplýsingar um vinnuálag á barnaverndarstarfsmenn á landsvísu. Sýna niðurstöðurnar að þörf er á umbótum í barnavernd í íslenskum sveitarfélögum svo hægt sé að draga úr vinnuálagi á þá starfsmenn sem þar starfa. Alls tóku níu barnaverndarnefndir þátt í rannsókninni en þær samanstóðu af 61 þátttakanda. Meginniðurstöður voru þær að barnaverndarstarfsmenn finna fyrir vinnuálagi í starfi sínu, eða tæplega 90% þátttakenda sögðu að of mikið væri að gera hjá sér í starfinu. Einnig kom í ljós að málafjöldi endurspeglar ekki alltaf vinnuálag þar sem meðalmálafjöldi starfsmannanna var 32 mál, en viðmið Barnaverndarstofu um æskilegan málafjölda er um 25-30 mál á hvern starfsmann.

Samþykkt: 
  • 23.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
15146916_10154787439722229_1994758281_o.jpg94.25 kBLokaðurYfirlýsingJPG
MA-ritgerð-Vrh2-%20tilbúið2.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna