is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2641

Titill: 
  • Kjörhagar ehf. Viðskiptaáætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kjörhagar ehf. er nýtt fyrirtæki á sviði íbúðaleigu á Íslandi. Fyrirtækið hefur hug á að byggja 3 fjölbýlishús með samtals 60 í búðum á Einivöllum 3 í Hafnarfirði. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í leiguíbúðum fyrir eldri borgara og verða 40 af íbúðum fyrir fólk 50 ára og eldri og 20 íbúðir fyrir almennan leigumarkað.
    Fyrirtækið mun bjóða uppá vandaðar og vel hannaðar íbúðir á sanngjörnu verði sem fylgir neysluverðsvísitölu. Ísskápur, eldavél, uppþvottavél, þvottavél, þurrkari, ljós og gardínur fylgja með íbúðunum og allar innréttingar verða látlausar og smekklegar. Kjörhagar bjóða upp á mjög persónulega þjónustu þar sem hlustað er á viðskiptavini og gengið verður strax í það sem þarf að laga. Fyrirtækið mun njóta góðs af reynslu móðurfyrirtækisins og saman munu þau vinna að því að ná samkeppnisforskoti á markaðnum og halda því forskoti.
    Leigumarkaður á Íslandi er mjög lítill, mun minni en hjá nágrannaþjóðum, en horfur eru þó á því að hann sé að stækka. Framboð á leigumarkaði hefur aukist undanfarna mánuði í kjölfar efnahagserfiðleikanna og ekki er ólíklegt að eftirspurnin aukist og leigjendum fjölgi.
    Eldri borgurum í Hafnarfirði hefur fjölgað um að meðaltali 4% síðastliðin 10 ár og verður sótt grimmt inn á þann markað. Ekki verður lögð sérstök áhersla á einn sérstakan markhóp þegar kemur að því að finna leigjendur fyrir þær 20 íbúðir sem eru fyrir almennan leigumarkað. Móðurfyrirtæki Kjörhaga, Heimahagar ehf. hefur mikla reynslu í útleigu á íbúðum og reynsla þess hefur sýnt að viðskiptavinir fyrirtækisins koma úr öllum áttum þjóðfélagsins.
    Kjörhagar munu gera þjónustusamning við Heimahaga, í honum felst að Heimahagar munu sjá um rekstur fasteignanna. Framkvæmdastjóri Heimahaga er Viðar Halldórsson. Hann er með cand.oceon. gráðu frá Háskóla Íslands og hefur áratuga reynslu af rekstri fyrirtækja.
    Samkvæmt áætlunum mun fyrirtækið skila hagnaði á strax á öðru ári og eftir það á að vera stöðug aukning hagnaðar. Ástandið í dag hefur það í för með sér að áhættan í fyrirtækjarekstri er mikil. Því er gerð bjartsýnis- og svartsýnisáætlun með það í huga að kanna hvaða áhrif vaxtastig og framboð og eftirspurn hefur á fyrirtækið.

Samþykkt: 
  • 14.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2641


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
tlun_fixed.pdf779.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna