is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26410

Titill: 
  • „Siðareglurnar hanga á veggnum fyrir aftan þig“: Viðhorf félagsráðgjafa í félagsþjónustu til einstaklinga sem hafa afplánað dóm fyrir kynferðisbrot gegn barni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf félagsráðgjafa í félagsþjónustu til einstaklinga sem höfðu afplánað dóm fyrir kynferðisbrot gegn barni. Þátttakendurnir í rannsókninni áttu það sameiginlegt að hafa tekið á móti einstaklingum sem höfðu brotið kynferðislega gegn barni. Markmiðið var enn fremur að kanna upplifun og reynslu félagsráðgjafa af því að hafa unnið með dæmdum kynferðisbrotamönnum. Niðurstöður rannsóknarinnar veita ákveðna sýn inn í það hvernig félagsráðgjafar takast á við persónuleg viðhorf í vinnu með kynferðisbrotamönnum með því að leggja áherslu á að veita þjónustu á faglegum forsendum. Framkvæmd var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við fjóra félagsráðgjafa. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðhorf félagsráðgjafa til kynferðisbrotamanna eru frekar jákvæð og einkennast fyrst og fremst af skilningi á aðstæðum þeirra. Einnig benda niðurstöður á að félagsráðgjafar leggja áherslu á að mæta einstaklingum án manngreinarálits og láta ekki persónuleg viðhorf hafa áhrif á þá þjónustu sem þeir veita. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að í vinnu með kynferðisbrotamönnum er mikilvægt að huga að ákveðnum málum í þjónustu við þá og því komu fram ákveðnir þættir sem eru einkennandi fyrir vinnu með þessum einstaklingum. Rannsakandi vonast til þess að verkefnið verði til vitundarvakningar um aðstæður einstaklinga sem brjóta kynferðislega gegn börnum og verði til endurskoðunar á viðhorfi almennings gagnvart þeim.

Samþykkt: 
  • 23.11.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
YfirlýsingSJB.pdf260.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sævar%20Jökull%20Björnsson.%20Yfirfarið.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna