is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26411

Titill: 
 • Afdrif foreldra sem hafa verið tilkynntir til barnavernar vegna vímuefnavanda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er greint frá rannsókn sem hafði það að markmiði að kanna afdrif foreldra sem hafa verið tilkynntir til Barnaverndar Reykjavíkur árið 2010 vegna vímuefnaneyslu. Með þessari rannsókn var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er staða þessara foreldra með tilliti til úrvinnslu Barnaverndar Reykjavíkur og bata frá vímuefnavanda? Hver er staða þessara foreldra og barna er varðar lífsgæði og virkni? Hver er íhlutun barnaverndar í málum foreldranna annars vegar og barna þeirra hins vegar? Í rannsókninni var stuðst við megindlegar rannsóknaraðferðir ásamt því að fá aðgang að málaskrám Barnaverndar Reykjavíkur. Staðlaður spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur í gegnum síma og var svarhlutfall 32,6% eða 14 foreldrar af 43.
  Erfitt reyndist að ná í stóran hluta þeirra foreldra sem tilkynntir hafa verið til barnaverndaryfirvalda vegna vímuefnavanda en niðurstöður sýna að meirihluti þátttakenda telur sig ekki eiga eða hafa átt við vímuefndavanda að stríða og neyta flestir þátttakendur áfengis í dag. Allir þátttakendur voru sammála um að lífsgæði þeirra hefðu batnað frá árinu 2010 og sögðu ríflega 80% félagslega stöðu sína góða Meirihlutinn sagðist búa við góða heilsu og voru nánast allir þátttakendur jákvæðir spurðir um framtíðina. Þá sýna niðurstöður að atvinnu- og húsnæðisstaða þátttakenda hafi batnað en þátttakendur eru samt enn í hópi þeirra fjölskyldna sem eiga í hættu á að falla undir sárafátækt. Algengast var að almennum úrræðum barnaverndar var beitt, ásamt því að setja barn í tímabundið fóstur. Niðurstöður sýna jafnframt að fremur lágt hlutfall foreldra er aðstoðað við að komast í vímuefnameðferð miðað við tilkynningarflokk.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis examines a study aimed at finding out how parents who had been reported to Child Services for drug abuse in the year 2010 are faring today. This study seeks to answer the following research questions: What is the situation of these parents with regards to Child Protection cases and recovery from drug abuse? How is the quality of life and function of these parents and children? What kind of intervention for the parent and their children does Child Services in Reykjavík use in these cases? The study was based on quantitative research as well as access to Child Services’ case files. A standardized questionnaire was presented to the participants by telephone and the response rate was 32.6% or 14 of 43 subjects.
  The main result of this study was that it was not possible to reach a large proportion of parents who have been reported to Child Services because of drug abuse. Results also showed that a majority of the participants consider themselves not currently having or having had a substance abuse problem and most participants consume alcohol today. All participants agreed that their quality of life has improved since 2010 and over 80% felt that their social status was good, a majority claimed to have good health and almost all participants were positive about the future. The results show that participants’ employment and housing status has improved but they are still a part of family groups who are at risk of falling into poverty. The findings of this study also show that general interventions are the most commonly used interventions, along with children being put in temporary foster care. Results also showed a rather low rate of parents getting assistance from Child Services to enter drug treatment programmes.

Samþykkt: 
 • 23.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverk_yfirlesið.docx.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-1.pdf299.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF