Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26420
Greinargerð þessi er fylgiskjal með bókinni „Finnum fléttur“. Bókin er fyrst og fremst samin með það í huga að hún nýtist sem fræðsluefni fyrir grunnskólanemendur. Fléttur eru merkilegar lífverur sem mynda lítið vistkerfi sem samanstendur að minnsta kosti af tveimur lífverum, svepp og ljóstillífandi samstarfsaðila.
Fléttur finnast víða um land á allskonar undirlagi. Þær hafa almennt góða aðlögunarhæfni
og eru oft fyrstu landnemarnir á nýjum hraunum eða á svæðum þar sem annar gróður á erfitt uppdráttar. Til að þroskast sem flétta verður spírandi sveppagróið að finna sambýling (grænþörung og/eða blábakteríu) sem hentar til þess að verða flétta. Einnig geta fléttur fjölgað sér kynlaust þegar þalbútar brotna af fléttunni við hnjask, berast með vindi, fuglum eða dýrum um skemmri eða lengri veg. Þalbútarnir innihalda bæði svepp og grænþörung sem verða samferða á áfangastað.
Sumar fléttur mynda efnasambönd sem hvergi finnast annarsstaðar í lífheiminum. Þessar sýrur nefnast fléttusýrur og gefa sumum fléttum þann eiginleika að hægt er að nota þær í náttúrulyf. Rannsóknir hafa sýnt að fléttur og aðrar lífverur sem lifa við erfið umhverfisskilyrði mynda oft sérhæfð efni til verndar og vaxtar. Það gerir þessar lífverur áhugaverðar til skoðunar í almenna lyfjaframleiðslu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS greinargerð Heiða Lára.pdf | 1.11 MB | Opinn | Skoða/Opna |