en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2642

Title: 
  • Title is in Icelandic Une "gaieté sinistre". L’ironie dans le roman En ménage (1881) de Joris-Karl Huysmans
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerð minni leitast ég við að skilgreina hið íróníska í skáldsögunni En ménage, sem útlegðist á íslensku „Í sambúð”, eftir franska rithöfundinn Joris-Karl Huysmans, sem gefin var út árið 1881. Ég flokka íróníuna sem afbrigði hins kómíska, og hana ber að skilja samkvæmt rómantísku hefðinni, sem aðferð til að tákna andstæður og misræmi milli reyndar og sýndar. Nálgun skáldsins á veruleikanum er þannig í senn tvíræð og tvísæ og birtist best í afstöðu sögumanns til atburða (Jakob Benediktsson, 1983, bls.134). Segja mætti að Huysmans sjálfur hefði hitt naglann á höfuðið þegar hann lýsti hughrifum af bók sinni sem gaieté sinistre, sem lìkja mætti við „gráglettni”. Ég kemst að því í ritgerð minni hvaða stíl- og mælskufræðilegu aðferðum höfundurinn beitir til að framkalla þessa gráglettni, þessa þungbúnu glaðværð, og hvernig atburðarásin - sem rekur hverja raunina á fætur annarri, í lífi hins ófullnægða og þjakaða rithöfundar, sem leitar að heillavænlegri leið til að friða líkama, sál og hugsjónir - blæs lesenda samt í brjóst glaðlega tilfinningu. Þökk sé tveimur andstæðum stílbrögðum íróníunnar, annars vegar því að draga úr, og hins vegar því að ýkja birtingarmyndir persóna og atburða, er veruleikinn skáhallur, málaður á skjön, svo túlka má hann í allri sinni margræðni. Skáldsagan veltir upp ýmsum spurningum, en það er einkenni hins íróníska tóns, sem á rætur sínar að rekja til hinnar sókratísku mælskuaðferðar, þar sem viðmælandi hins valinkunna spyrils fylltist efasemdum og sjálfsgagnrýni og var vakinn til vitundar. Í skáldsögu Huysmans einkennast spurningarnar af þessari túlkunarlegu íróníu aðstæðna. Tvær tegundir myndhverfinga eru höfundi hugleiknar til að tjá hugarangur aðalsöguhetjunnar. Hann sér sambúðina við konu sem „lygnan sjó“, eins konar þögult og rólegt status quo, sem þó er knúið áfram af vélrænu og fyrirsjáanlegu „tikk-takki ”. Huysmans spyr sig hvernig alþýðumaðurinn nær fótfestu og stöðugleika í ástríku sambandi án þess að verða undir í taktfastri vélrænunni sem einkennir hina kanónísku sambúð efri stéttarinnar. Hann spyr sig einnig hvernig listamaðurinn fetar einstigið milli tilfinningalegs innblásturs einverunnar og nístandi einmanaleikans sem henni fylgir. Er maðurinn siglir ólgusjó og mætir stöðugt mótbyr fer hann að dreyma um lygnan sjó og heiðbláan sjóndeildarhring svo langt sem augað eygir. Þegar bárurnar stillir um of nemur hann hins vegar staðar og virðist hvorki áfangastað né tilgang sér eiga.

Accepted: 
  • May 14, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2642


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
pdf_fixed.pdf989.08 kBOpenHeildartextiPDFView/Open