is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2643

Titill: 
  • Innri markaðssetning: Aðferð til að auka ánægju starfsmanna og bæta frammistöðu fyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Innri markaðssetning er hugmyndafræði sem getur verið fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra öflugt vopn í harðnandi samkeppni. Innri markaðssetning byggir á að nýta aðferðir og hugmyndir markaðsfræðanna, sem upphaflega voru þróaðar fyrir markaðssetningu á ytri mörkuðum, á svipaðan hátt gagnvart starfsmönnum þannig að hægt sé að ráða og halda í bestu starfsmennina og gera þeim kleift að sinna starfi sínu eftir bestu getu. Þannig má byggja upp þjónustulundaða og viðskiptavinahneigða starfsemi þar sem áhugi á markaðsmálum og viðskiptavininum er ríkjandi meðal starfsmanna.
    Markmið þessa verkefnis var að fjalla um innri markaðssetningu, markmið hennar, notkun og ávinning og kanna stöðu hennar hjá völdu fyrirtæki á Íslandi, ásamt því að kanna hvort tengsl séu á milli innri markaðssetningar og ánægju starfsmanna hjá Fyrirtækinu. Rannsóknin var framkvæmd í formi megindlegrar spurningakönnunar sem lögð var fyrir starfsmenn Fyrirtækisins. Notast var við spurningalista kenndan við Denison sem hefur aðallega verið notaður til þess að mæla fyrirtækjamenningu og áhrif hennar á frammistöðu fyrirtækja.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til jákvæðra tengsla milli innri markaðssetningar og starfsánægju hjá Fyrirtækinu. Þegar heildarniðurstöður Denison listans voru skoðaðar og bornar saman við önnur fyrirtæki í gagnagrunninum, kom í ljós að Fyrirtækið skorar frekar lágt í mörgum víddum listans, í samanburði við önnur fyrirtæki. Svo virðist sem yfirvíddin þátttaka og aðild (e.involvement), sem notuð var til þess að mæla innri markaðssetningu Fyrirtækisins, komi verst út í samanburði við önnur fyrirtæki í gagnagrunninum og virðist því sem helsti veikleiki Fyrirtækisins liggi þar.

Samþykkt: 
  • 14.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ssetning_fixed.pdf1.44 MBLokaðurHeildartextiPDF