is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26430

Titill: 
 • Smáforrit í leikskóla: Undirbúningur fyrir læsi
 • Titill er á ensku Apps in Preschool: Preparation for Literacy
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Notkun spjaldtölva við kennslu hefur stóraukist í leik- og grunnskólum hér á landi. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu og ört vaxandi tækniþróun er lítið sem ekkert til af rannsóknum á árangri þjálfunar með gagnvirkri kennslu í formi smáforrita. Á leikskólaaldri er lagður mikilvægur grunnur að námi í lestri og ritun þar sem börn öðlast skilning á tilgangi og mikilvægi ritmáls. Í ljósi breyttra tíma og hraðrar tækniþróunar er mjög mikilvægt að skoða vel gagnsemi þessarar nálgunar við kennslu og undirbúning fyrir læsi.
  Smáforritin Lærum og leikum með hljóðin og Froskaleikir Hoppa hafa verið notaðir í markvissri kennslu í tveimur leikskólum hér á landi. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvort markviss kennsla með það að markmiði að undirbúa læsi með gagnvirkri kennslu í formi smáforrita, skili börnum betur undirbúnum fyrir læsi í grunnskólann. Þátttakendur voru 78 börn fædd árið 2009 sem hófu nám í fyrsta bekk grunnskóla haustið 2015. Börnin í rannsóknarhópi voru 43 og koma þau af tveimur leikskólum sem unnið hafa markvisst með smáforritin. Til samanburðar voru 35 sem koma af þremur leikskólum sem ekki hafa unnið markvisst með ofangreind smáforrit. Öll börnin ganga í skóla þar sem Leið til læsis lestrarkerfið er í notkun og voru niðurstöður staðlaða lesskimunarprófsins Leið til læsis lesskimun notaðar til að bera hópana saman.
  Niðurstöður sýndu fram á að börn í rannsóknarhópi mælast með aukna færni í hljóðkerfis- og hljóðavitund og bókstafa- og hljóðaþekkingu á Leið til læsis. Ekki kom fram munur á milli rannsóknarhóps og viðmiðunarhóps á málskilningi og orðaforða. Einnig var skoðað hvort aðgangur barnanna í rannsóknarhópi að smáforritunum heima hefði áhrif á frammistöðu þeirra á Leið til læsis. Niðurstöður sýndu að ekki var munur á þeim börnum sem höfðu aðgang að smáforritunum heima tvisvar í viku eða oftar og þeim sem höfðu aðgang að þeim sjaldnar en tvisvar í viku.

 • Útdráttur er á ensku

  Usage of tablets for teaching has grown significantly in pre- and primary schools. Despite this increase and constant technological growth there is very little research available on the effectiveness of interactive teaching in the form of apps. In preschools there is an important foundation laid for education in reading and writing where children begin understanding the significance and function of the written language. In view of different times and fast technological development it is very important to take a good look into the effectiveness of this approach in teaching and preparation for reading.
  The apps: Lærum og leikum með hljóðin og Froskaleikir Hoppa have been used systematically in two preschools here in Iceland. The objective of this project is to study is whether systematic instruction using apps, with the aim of laying a foundation for literacy, results in children being better prepared for literacy in primary school. Participants were 78 children born in 2009, who started their first grade primary school education in the fall of 2015. The children in the research group were 43 and came from preschools that had worked systematically with the apps. In comparison there were 35 children from three different preschools which hadn´t worked with apps. All these children go to schools where the Leið til læsis literacy system is used and the results of the standardized literacy test: Leið til læsis lesskimun was used to compare the two groups.
  The results showed that the research group showed better phonological- and phoneme awareness and alphabetical- and sound recognition skills than the control group. The difference was statistically significant. There was not a significant difference between the research and the control group when it came to vocabulary and understanding of spoken language. It was also studied weather children’s’ access in the research group to the apps at home had an effect on their performance on Leið til læsis. The results showed that there was not a significant difference between the children who had access to the apps at home twice a week or more often and those who had access to the apps less than twice a week.

Samþykkt: 
 • 30.11.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/26430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.s-Auður_Ævarsdóttir.pdf730.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Audur_Ævarsdóttir.jpg1.76 MBLokaðurJPG