Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/26431
Þessi ritgerð er lögð fram til M.A.-prófs í íslenskri málfræði á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í henni eru sagnbeygingarkerfi norrænna mála rannsökuð og borin saman á kerfisbundinn hátt en fyrst og fremst er fengist við formlegan (þ.e. beygingarlegan og orðmyndunarlegan) mun, þó sitthvað um merkingarleg og setningarleg einkenni þeirra komi fram.
Ritgerðin er hluti af stærra verkefni í umsjón Þórhalls Eyþórssonar, sem hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði HÍ og áætlað er að taki þrjú sumur (2016-2018). Það snýst um að safna og greina alls kyns efni til stuðnings þeirri tilgátu að þau tungumál og mállýskur sem finnast á Norðurlöndum myndi samhangandi málsvæði að frátöldum finnsku, grænlensku, samísku og mállýskum þeirra. Þá er gert ráð fyrir því að tungumálin og mállýskurnar eigi sér ekki einungis sameiginlegar rætur að rekja til frumnorrænu heldur hafi þau einnig haft áhrif hvert á annað sem og orðið fyrir alls kyns utanaðkomandi áhrifum frá öðrum málum (t.d. ensku, latínu og þýsku) en þó menn hafi e.t.v. lengi talið sig vita þetta, virðist lítið hafa verið gert til að sýna fram á gildi þessarar tilgátu á kerfisbundinn hátt.
Í ritgerðinni er komið með alls kyns vangaveltur um hvernig beygingarendingar norrænna mála þróuðust og urðu til og eins eru ýmsar reglur settar fram með öðrum hætti en áður hefur verið gert, til þess að sýna betur tengsl þessara mála og mállýskna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.A.-ritgerð_Hulda_Vigdísardóttir.pdf | 11.4 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
New Doc 9_1.pdf | 334.11 kB | Lokaður | Yfirlýsing |